Hluthafar að snúast gegn „woke“ hugmyndafræði

Target.
Target.

Hluthafar í stórum bandarískum fyrirtækjum hafa margir hverjir snúist gegn því sem þeir álíta í anda „woke-hugmyndafræði“. Þeir telja, aðgerðir sem mörg fyrirtæki hafa sjálfviljug gengist undir, hafa skaðleg áhrif á afkomu og eiga ekkert erindi í rekstri fyrirtækja.

Frá þessu er greint í The Wall Street Journal (WSJ).

Aðgerðir sem kenndar eru við "woke-hugmyndafræði" byggja margar á því að fyritæki líti ekki aðeins til hagnaðar í rekstri sínum, heldur horfi einnig til annara þátta í starfsemi sinni t.d. með því að taka mið af áhrifum rekstursins á loftslagsbreytingar og leggja sérstaka áherslu á það sem kallað er félagslegt réttlæti, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtæki á borð við Target og Bud Light hafa til að mynda hlotið mikla gagnrýni fyrir það að láta slík sjónarmið ráða för. WSJ hefur eftir Doug Chia, hjá ráðgjafafyritækinu Soundboard Governance, að margir hluthafar óttist því orðsporshnekki, sniðgöngu neytenda og lækkað gengi hlutabréfa. Blaðið nefnir sem dæmi að Bud Light hafi tapað mikilli markaðshlutdeild með umdeildum auglýsingum í fyrra.

Sem andsvar við þeim háa rekstarkostnaði sem fylgir auknum áherslum á samfélagslega ábyrgð, hafa stjórnir í ýmsum fyritækjum á borð við Coca Cola, UPS og IBM, því lagt fram tillögur þess efnis að reglur fyrirtækjanna varðandi loftslagsmál og önnur tengd málefni verði endurskoðaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert