Macron sakaður um transfóbíu

Þingflokkur Macron hefur átt erfitt með að halda fylgi sínu …
Þingflokkur Macron hefur átt erfitt með að halda fylgi sínu fyrir komandi þingkosningar. AFP/Marin

Emannuel Maron Frakklandsforseti var ásakaður um transfóbíu í kjölfar gagnrýni sem hann lét falla á í garð Nýju alþýðufylkingarinnar (NFP) sem er spáð öðru sæti í frönsku þingkosningunum. Á sama tíma hefur Jordan Bar­della, leiðtogi hægri­flokks­ins RN, lýst því yfir að hann muni ekki setja spurningarmerki við alþjóðlegar skuldbindingar Frakka, þar að meðal aðild þeirra að NATO

Nú þegar tæpar tvær vikur eru þar til fyrsta umferð fer fram í þingkosningum í Frakklandi, sem Macron boðaði til með skömmum fyrirvara í kjölfar þess að hann laut lægra haldi gegn rót­tæk­um hægri­mönn­um í út­göngu­spám fyr­ir kosn­ing­ar til Evr­ópuþings, er Macron enn í vandræðum með að auka fylgi sitt. 

Spáð þriðja sæti í þingkosningunum 

Samkvæmt skoðunarkönnunum er þingflokki Macron einungis spáð þriðja sæti í þingkosningunum sem hefjast sunnudaginn 30. júní, þegar fyrsta umferð fer fram, og lýkur  sunnudaginn 7. júlí, þegar seinni umferð kosninganna fer fram.

Í þessum sömu skoðunarkönnunum er hægriflokknum RN spáð sigri og nýju vinstri bandalagi spáð öðru sæti. Gæti niðurstaða kosninganna því orðið til þess að Bardella verði forsætisráðherra Frakka og komi til með að þurfa að starfa náið með Macron

Bardella hefur þó haldið því fram að hann muni einungis gera það nái flokkurinn hreinum meirihluta þingsæta. 

Vill forðast alla hættu á stigmögnun 

Bardella var í dag viðstaddur Eurosatory vopnaviðskiptasýninguna skammt fyrir utan París, þar sem hann fullyrti að hann myndi „ekki efast um skuldbindingar Frakka á alþjóðavettvangi“ í varnarmálum, tæki hann við völdum. 

Þá bætti hann við að Frakkar myndu halda áfram vopnasendingum til Úkraínu undir stjórn RN flokksins. Flokkurinn myndi þó beita sér fyrir því að langdrægar eldflaugar, og önnur vopn sem gætu hafnað á rússnesku yfirráðasvæði, yrðu ekki send til Úkraínumanna til að „forðast alla hættu á stigmögnun“.

Þá sagði hann jafnframt að trúverðugleiki Frakka gagnvart evrópskum samstarfsaðilum og bandamönnum NATO væri í húfi. Með þessari yfirlýsingu stillti hann sögulegri andúð öfgahægrimanna á Atlantshafsbandalaginu í hóf.

Ber traust til Frakka um að velja rétt 

Önnur óvænt vending er tilkoma Nýju alþýðufylkingarinnar (NFP), sem samanstendur af vinstri flokkum, allt frá sósíalistum til kommúnista, en fylkingunni er spáð öðru sæti í þingkosningunum. 

Í heimsókn sinni til Vestur-Frakklands í dag sagði Macron að hann bæri „traust til Frakka“ um að velja hvorki öfga til hægri eða vinstri. Þessu hefur hann haldið fram áður. 

„Þeir sjá vel hvað er í boði. RN flokkurinn og bandamenn hans bjóða upp á hluti sem kunna að gleðja fólk en á endanum erum við að tala um 100 milljarða [evra] á ári,“ sagði hann. 

Þess má geta að 100 milljarðir evra eru um 15 billjónir íslenskra króna. 

Til útskýringar hefur Bardella reynt að styrja efnahagslegan trúverðugleika sinn með því að fjalla mjúklega um dýr loforð, eins og að lækka virðisaukaskatt á orku og eldsneyti, á sama tíma og opinberar skuldi Frakklands eru upp á 110 prósent af landsframleiðslu. 

Munu ganga í farsakennda hluti

Macron nýtti jafnframt tækifærið í dag og gagnrýndi NFP. Það gerði hann með því að segja að það væri fjórum sinnum verra að vera með flokk við völd sem væri öfga vinstri heldur en öfga hægri. 

„Það er ekki lengur veraldarhyggja, þeir munu fara aftur í útlendingalögin auk þess að ganga í hluti sem eru algjörlega farsakenndir, eins og að skipta um kyn í ráðhúsinu,“ sagði hann. 

Felur áætlun vinstri manna í sér að gera hverjum frjálst að breyta borgaralegri stöðu sinni og ráða kyni sínu. 

Samtök gegn mismunun hafna þessum ummælum Macron og samtökin SOS Homophobie hafa sakað forsetann um „transfóbíu“.

„Hvernig er það mögulegt að þessi maður, sem var kjörinn og endurkjörinn til að takast á við öfga–hægri, er í raun og veru að endurtaka orðræðu öfgahægrimanna?“ spurði Olivier Faure, leiðtogi sósíalistaflokksins, í samtali við RTL.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert