Myndskeið: Skemmdarverk unnið á Stonehenge

Aðgerðasinnahópurinn Just Stop Oil úðaði appelsínugulu efni yfir tvo jötunsteina …
Aðgerðasinnahópurinn Just Stop Oil úðaði appelsínugulu efni yfir tvo jötunsteina sem mynda hið fornsögulega mannvirki Stonehenge. Skjáskot/Twitter

Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi eftir að umhverfissinnar unnu skemmdarverk á hinu eld­forna mann­virki Stonehenge.

Lögreglan á Bretlandi upplýsir um þetta í yfirlýsingu. Umhverfisverndarsinnar höfðu úðað appelsínugulu efni á steinmannvirkið, sem er í suðvesturhluta Englands. Stonehenge er á heims­minja­skrá UNESCO.

„Við höfum handtekið tvo í kjölfar atviks við Stonehenge síðdegis í dag,“ skrifar lögreglan í Wiltskíri í yfirlýsingu.

Myndskeið sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna að aðgerðasinnar úr náttúruverndarsamtökunum Just Stop Oil hafi úðað appelsínugulu efni á tvo jötunsteina.

Í færslu samtakanna kemur fram að kröfur aðgerðarsinnanna beinist að næstu ríkisstjórn Breta og krefjast aðgerðarsinnar þess að sú ríkisstjórn fasi út jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2030.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert