Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi eftir að umhverfissinnar unnu skemmdarverk á hinu eldforna mannvirki Stonehenge.
Lögreglan á Bretlandi upplýsir um þetta í yfirlýsingu. Umhverfisverndarsinnar höfðu úðað appelsínugulu efni á steinmannvirkið, sem er í suðvesturhluta Englands. Stonehenge er á heimsminjaskrá UNESCO.
🚨 BREAKING: Just Stop Oil Spray Stonehenge Orange
— Just Stop Oil (@JustStop_Oil) June 19, 2024
🔥 2 people took action the day before Summer Solstice, demanding the incoming government sign up to a legally binding treaty to phase out fossil fuels by 2030.
🧯 Help us take megalithic action — https://t.co/R20S8YQD1j pic.twitter.com/ufzO8ZiDWu
„Við höfum handtekið tvo í kjölfar atviks við Stonehenge síðdegis í dag,“ skrifar lögreglan í Wiltskíri í yfirlýsingu.
Myndskeið sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna að aðgerðasinnar úr náttúruverndarsamtökunum Just Stop Oil hafi úðað appelsínugulu efni á tvo jötunsteina.
Í færslu samtakanna kemur fram að kröfur aðgerðarsinnanna beinist að næstu ríkisstjórn Breta og krefjast aðgerðarsinnar þess að sú ríkisstjórn fasi út jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2030.