Pútín og Kim undirrita samkomulag

Leiðtogarnir takast í hendur við komu Pútíns til Norður-Kóreu í …
Leiðtogarnir takast í hendur við komu Pútíns til Norður-Kóreu í nótt. AFP/Gavriil Grigorov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er kominn til Norður-Kóreu til fundar við Kim Jong-un leiðtoga landsins í Pyongyang þar sem rætt verður hvernig Norður-Kóreumenn geti stutt Rússa í stríðinu í Úkraínu og hafa leiðtogarnir þegar undirritað samkomulag um samstarf ríkjanna í þessum efnum.

Þurfa Rússar sárlega á vopnabúnaði að halda nú, er stríðsreksturinn er kominn vel á þriðja ár, og gera greiningaraðilar vestanhafs fastlega ráð fyrir því að samningar komist á með Rússlandi og Norður-Kóreu sem telja sig eiga sameiginlega fjandmenn í Vesturlöndum.

Ræddu þróun ríkjasambands

Var forsetinn boðinn velkominn með rauðum dregli, táknrænum byssuskotum herfylkinga og miklum fagnaðarlátum en norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði í fréttum sínum að vel hefði farið á með leiðtogunum við komu Pútíns. Hefðu þeir Kim „deilt sínum innstu hugsunum og rætt þróun sambands [Norður-Kóreu og Rússlands] í samræmi við þeirra eigin vilja og vilja þjóðanna tveggja“.

BBC

CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert