Biden æfir sig í flugskýli fyrir kappræðurnar

Talið er að tugir milljóna muni horfa á kappræðurnar eða …
Talið er að tugir milljóna muni horfa á kappræðurnar eða fylgjast með umfjöllun um þær. AFP/Jim Watson/Brendan Smialowski

Í nótt munu Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti mæt­ast í kapp­ræðum á CNN. Trump leiðir í flest­um könn­un­um og því er mögu­lega meira í húfi fyr­ir Biden.

Klukk­an eitt í nótt að ís­lensk­um tíma hefjast kapp­ræðurn­ar og munu þær standa yfir í 90 mín­út­ur með tveim­ur aug­lýs­inga­hlé­um. At­hygli hef­ur vakið að slökkt verður á hljóðnem­um ann­ars fram­bjóðand­ans á meðan hinn er með orðið. 

Hægt verður að horfa á kapp­ræðurn­ar á vef CNN og Youtu­be.

Mis­mun­andi áhersl­ur 

Í frétt CNN kem­ur fram að þetta séu fyrstu sjón­vörpuðu for­se­takapp­ræðurn­ar í Banda­ríkj­un­um þar sem sitj­andi for­seti mæt­ir fyrr­um for­seta og því má vænta þess að for­set­arn­ir beri sam­an kjör­tíma­bil sín og telji upp það sem þeir telja að bet­ur hafi farið und­ir sinni stjórn.

Trump mun lík­lega reyna að tala um efna­hags­mál, ólög­lega inn­flytj­end­ur og glæpi.

Á sama tíma er þess að vænta að Joe Biden tali um aðgengi kvenna að fóst­ur­eyðing­um, meint dá­læti Trumps á er­lend­um ein­ræðis­herr­um og skap­gerð hans.

Biden varla sést í viku

Und­ir­bún­ing­ur mann­anna fyr­ir kapp­ræðurn­ar er mjög ólík­ur og er ljóst að Biden ætl­ar að vera eins vel und­ir­bú­inn og kost­ur er á.

Hann hef­ur verið for­seta­bú­staðnum Camp Dav­id síðastliðna viku um­kringd­ur 16 ráðgjöf­um sem hafa verið að und­ir­búa hann.

Þá hef­ur teymið hans sett upp eft­ir­lík­ingu af sviðinu, sem fram­bjóðend­urn­ir mæt­ast á í kvöld, í stóru flug­skýli með ljós­köst­ur­um. Eru svo tek­in rennsli með ráðgjöf­um og Biden spurður spurn­inga sem þeir gera ráð fyr­ir að hann verði spurður í kvöld.

Er þetta gert til þess að láta hann venj­ast aðstæðum í sjálf­um kapp­ræðunum sem best.

Kappræðurnar verða haldnar í Atlanta í Georgíu-ríki.
Kapp­ræðurn­ar verða haldn­ar í Atlanta í Georgíu-ríki. AFP/​Getty Ima­ges/​Kevin Dietsch

Seg­ir Biden verða á örv­andi lyfj­um

Don­ald Trump hef­ur haldið því fram að Joe Biden verði á örv­andi lyfj­um til að halda sér gang­andi. Hef­ur hann sagt þetta til þess að hafa áhrif á vænt­inga­stjórn­un áhorf­enda, en vafa­laust munu marg­ir fylgj­ast með því hvernig hinn 81 árs gamli Biden mun bera sig.

Daniel Al­varez, talsmaður kosn­ingat­eym­is Trumps, sagði í sam­tali við The New York Post að Don­ald Trump væri ekki að stunda einkakapp­ræður með ráðgjöf­um eins og hefð er fyr­ir. 

Þess í stað væri hann að fara yfir ýmis mál sem kosn­ingat­eymið tel­ur að muni koma upp í kapp­ræðunum.

Þá hef­ur hann haldið fjöl­menna kosn­inga­fundi og farið í viðtöl á síðustu dög­um sem hann tel­ur að dugi sér.

Trump leiðir í könn­un­um 

Þess má vænta að tug­ir millj­óna Banda­ríkja­manna muni fylgj­ast með kapp­ræðunum á einn hátt eða ann­an, sam­kvæmt könn­un sem The Associa­ted Press lét fram­kvæma fyr­ir sig. Fjöru­tíu pró­sent svar­enda sögðust ætla horfa á þær í beinni út­send­ingu og alls 60% svar­enda sögðust ætla að horfa á kapp­ræðurn­ar, horfa á um­fjöll­un um þær eða lesa sér til um þær.

Sam­kvæmt RealC­le­ar Poll­ing, sem tek­ur sam­an marg­ar kann­an­ir og vigt­ar, er Trump með 1,5% for­skot á Biden á landsvísu. Þegar skoðuð eru þau ríki sem munu hafa hvað mest áhrif á niður­stöðu kosn­ing­anna er for­skot Trumps hins veg­ar al­mennt enn meira en á landsvísu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert