Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur alvarlega ummælum Donalds Trump forsetaframbjóðanda um að hann geti bundið enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu með skjótum hætti.
Þetta sagði Pútín á blaðamannafundi í Astana, höfuðborg Kasakstan, í dag.
Trump sagði í kappræðum við Joe Biden Bandaríkjaforseta að yrði hann kjörinn myndi hann leysa átökin áður en hann tæki við völdum í janúar á næsta ári.
„Sú staðreynd að herra Trump sem forsetaframbjóðandi er að segja að hann sé tilbúinn og vilji stöðva stríðið í Úkraínu, við tökum það mjög alvarlega,“ sagði Pútín á blaðamannafundinum.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að ef Trump veit hvernig eigi að binda enda á stríðið verði hann að segja það strax.
„Við viljum vita hvort við höfum mikinn stuðning Bandaríkjanna eða stöndum ein. Trump hefur sagt að ekkert bendi til þess að Úkraína sé að fara að vinna stríðið,“ sagði Selenskí.