Tekur ummæli Trumps um stríðslok alvarlega

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur alvarlega ummælum Donalds Trump forsetaframbjóðanda um að hann geti bundið enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu með skjótum hætti.

Þetta sagði Pútín á blaðamannafundi í Astana, höfuðborg Kasakstan, í dag.

Trump sagði í kappræðum við Joe Biden Bandaríkjaforseta að yrði hann kjörinn myndi hann leysa átökin áður en hann tæki við völdum í janúar á næsta ári.

Forsetar Rússlands og Úkraínu bregðast við ummælunum 

„Sú staðreynd að herra Trump sem forsetaframbjóðandi er að segja að hann sé tilbúinn og vilji stöðva stríðið í Úkraínu, við tökum það mjög alvarlega,“ sagði Pútín á blaðamannafundinum.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að ef Trump veit hvernig eigi að binda enda á stríðið verði hann að segja það strax.

„Við vilj­um vita hvort við höf­um mik­inn stuðning Banda­ríkj­anna eða stönd­um ein. Trump hef­ur sagt að ekk­ert bendi til þess að Úkraína sé að fara að vinna stríðið,“ sagði Selenskí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka