„Stríðsglæpur að skjóta á sjúkrahús í Úkraínu“

Joyce Msuya, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum.
Joyce Msuya, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP

„Það er stríðsglæpur að skjóta á sjúkrahús í Úkraínu,“ sagði Joyce Msuya, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir samhæfingu mannúðarmála, á neyðarfundi Öryggisráðsins sem haldinn var í dag í kjölfar mannskæðra árása Rússa á nokkrar borgir í Úkraínu í gær. 

„Það að beina árásum af ásetningi gegn vernduðu sjúkrahúsi er stríðsglæpur og gerandi verður að bera ábyrgð,“ segir Msuya.

Hún segir þessi atvik hluta af alvarlegu mynstri kerfisárása sem skaða heilbrigðisþjónustu og aðra borgaralega innviði víða í Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert