Ísraelsher gerði árás á flóttamannabúðir í suðurhluta Gasa í dag.
Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas, segir minnst 71 manns hafa látist í árásinni. Þá hafi 289 manns til viðbótar slasast.
Ísraelski herinn segir skotmörk árásarinnar hafa verið tveir háttsettir Hamas-hryðjuverkamenn, auk fleiri hryðjuverkamanna. Herinn segir þá hafa falið sig meðal óbreyttra borgara.
Hryðjuverkamennirnir sem Ísraelar segja hafa verið meðal skotmarka árásarinnar eru Mohammed Deif og Rafa Salama. Ísraelar segja þá hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna sem voru framin 7. október.