„Joe Biden gaf fyrirmælin“

Leyniþjónusutlið stökk á forsetaframbjóðandann um leið og hvellurinn heyrðist.
Leyniþjónusutlið stökk á forsetaframbjóðandann um leið og hvellurinn heyrðist. AFP

Nokkr­ir stjórn­mála­menn og fjöl­miðlamenn úr röðum re­públi­kana kenna demó­kröt­um um skotárás­ina sem beind­ist að Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, í Butler í Penn­sylvan­íu í kvöld. Árás­in er rann­sökuð sem bana­til­ræði.

Skot­um var hleypt af á kosn­inga­fundi Don­alds Trumps í Penn­sylv­an­íu í Banda­ríkj­un­um fyrr í kvöld. Trump er heill á húfi en byssukúla fór í gegn um eyra hans.

Tveir eru sagðir látn­ir, meint­ur árás­armaður og einn gest­ur á fund­in­um, sam­kvæmt frétta­fluttn­ingi vest­an­hafs. Auk­in­held­ur eru tveir sagði al­var­lega særðir.

Re­públi­kan­inn J.D. Vance, þingmaður frá Ohio sem er lík­legt vara­for­seta­efni Trumps, tel­ur orðræðu Bidens eiga bein­an þátt í skotárás­inni.

„Meg­in­for­senda Biden-her­ferðar­inn­ar er sú að Don­ald Trump sé harðstjóri og fas­isti sem verði að stöðva hvað sem það kost­ar. Þessi orðræða leiddi beint til bana­til­ræðis að Trumps for­seta,“ skrif­ar Vance á X.

Eyra Donalds Trumps blæðir.
Eyra Don­alds Trumps blæðir. AFP

Hafi gefið fyr­ir­mæl­in

Mike Coll­ins, þingmaður re­públi­kana í Georgíu, kenndi einnig Biden um.

„Joe Biden gaf fyr­ir­mæl­in,“ skrif­ar hann á X og deildi til­vitn­un í Biden. Í sím­tali á dög­un­um sagði Biden: „Ég hef eitt starf og það er að sigra Don­ald Trump. Ég er al­veg viss um að ég er best­ur til þess. Við erum því búin að tala um umræðuna, það er kom­inn tími til að koma Trump í miðju skot­skíf­unn­ar.“

Steve Scalise, full­trúa­deild­arþingmaður re­públi­kana, sem hef­ur sjálf­ur lifað af skotárás, gagn­rýndi leiðtoga Demó­krata­flokks­ins og skrifaði á X að þeir hefðu aukið „múgæs­ing­inn um að sig­ur Don­alds Trumps í end­ur­kjöri yrði enda­lok lýðræðis í Banda­ríkj­un­um“.

Steven Miller, ráðgjafi Trumps, tók und­ir orð Scalise.

Djúpríkið?

Í stærri miðlum lengra til hægri líkj­ast viðhorf­in sam­særis­kenn­ing­um.

Charlie Kirk, stofn­andi Turn­ing Po­int í Banda­ríkj­un­um, held­ur því t.d. fram í beinu streymi að „demó­krat­ar vildu þetta og eru ósátt­ir við að það hafi ekki tek­ist“.

Sam­særis­kenn­inga­smiður­inn Alex Jo­nes kenndi „djúprík­inu“ um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert