Járnbrautarkerfið í Þýskalandi „alþjóðlegur brandari“

Járnbrautarkerfið í Þýskalandi hafði áhrif á knattspyrnuáhugamenn sem sóttu leiki …
Járnbrautarkerfið í Þýskalandi hafði áhrif á knattspyrnuáhugamenn sem sóttu leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu. AFP

Ein helsta járnbrautarleið Þýskalands verður lokuð í nokkra mánuði vegna mikillar endurskipulagningar á þýska járnbrautarkerfinu. Byrjað verður á því að fara í endurbætur á 70 kílómetra leið milli Frankfurt og Mannheim, sem er lykilleið innanlands og á milli landa. 

Farþegar sem nota leiðina þurfa að velja aðrar leiðir til að komast á milli staða, nota strætisvagna eða bíla. Auk þess þarf að fara aðrar leiðir í tengslum við vöruflutning.

Uppsöfnuð fjárfestingarþörf og stefnuleysi

Á síðustu árum hefur járnbrautarkerfið í Þýskalandi versnað og er uppsöfnuð fjárfestingarþörf og stefnuleysi í stjórnmálum kennt um. Aukning hefur verið á bilunum, seinkunum, afbókunum og öðrum tæknilegum óhöppum.

Þýski fréttamiðillinn Die Zeit, segir að knattspyrnuáhugamenn sem hafi sótt leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu sem haldið var í Þýskalandi hafi ekki geta reitt sig á lestirnar og að það hafi komið þeim gríðarlega á óvart hversu óáreiðanlegt járnbrautarkerfið sé í Þýskalandi.

Járnbrautarfyrirtækið Deutsche Bahn, sem er undir stjórn þýska ríkisins, hafi orðið að alþjóðlegum brandara á mótinu.

Kuldaleg huggun fyrir knattspyrnuáðdáendur

Haft er eftir viðmælanda þýska fréttamiðilsins Die Zeit að margir knattspyrnuáhugamenn hafi komið of seint á leiki mótsins eða hreinlega ekki komist að þeim og að breyta ætti orðasambandinu „made in Germany“ sem hafi lengi verið talið alþjóðlegt merki um gæði, í „late in Germany“. Hann segir að þegar bretar kvarti yfir ástandi járnbrautarkerfisins í Þýskalandi, þá sé vitað að það sé eitthvað mikið að.

Deutsche Bahn gaf út afsökunarbeiðni og loforð um fjárhagslegar bætur, þótt margir hafi bent á að þetta gæti verið kuldaleg huggun fyrir knattspyrnuaðdáendur þar sem Evrópumótið sé einungis á fjögurra ára fresti.

The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert