Synti í Signu þrátt fyrir hótanir um hægðir

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar að svamli í Signu í dag.
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar að svamli í Signu í dag. AFP/Julien De Rosa

Anne Hi­dal­go, borg­ar­stjóri Par­ís­ar í Frakklandi, efndi lof­orð sitt og synti í morg­un í ánni Signu sem renn­ur í gegn­um borg­ina.

Gerði hún þetta til þess að sýna fram á að áin sé nógu hrein til þess að þar sé hægt að keppa í sund­grein­um á Ólymp­íu­leik­un­um sem verða haldn­ir í borg­inni í júlí og ág­úst.

Borg­ar­stjór­inn vildi tryggja það að sund­menn og þríþrautakapp­ar gætu synt með góðu móti í Signu. Ólymp­íu­leik­arn­ir munu standa frá 26. júlí til 11. ág­úst.

Sund í Signu í dag.
Sund í Signu í dag. AFP

Sund bannað í heila öld

Heil öld er liðin síðan bannað var að synda í Signu, en eitt af mark­miðum Ólymp­íu­leik­ana í ár var að hreinsa upp ána svo hægt yrði að synda og baða sig í henni á nýj­an leik. 

1,4 millj­örðum evra var veitt í að koma í veg fyr­ir að skólp læki í ána, en ástand ár­inn­ar hef­ur aðeins ný­lega verið talið nógu gott til að hægt sé að synda í henni.

Anne Hidalgo að sundi loknu í morgun.
Anne Hi­dal­go að sundi loknu í morg­un. AFP/​Ju­lien De Rosa

Tí­falt magn saur­gerla mæld­ist í júní

Hi­dal­go til­kynnti að hún myndi synda í ánni í júní. Þá skaut upp koll­in­um myllu­merkið #jechied­anslaSeine, eða #égskí­tí­Signu, á sam­fé­lags­miðlum. 

Var þar fólk hvatt til þess að ganga örna sinna ofar í ánni en þar sem Hi­dal­go ætlaði sér að synda í til þess að sýna fram á óánægju sína með borg­ar­stjór­ann.

Hi­dal­go frestaði sund­inu í júní en þá mæld­ist tí­falt leyfi­legt magn saur­gerla í ánni.

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, hafði einnig lofað að skella sér í sund í Signu fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana, en hann mætti ekki til þess í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert