Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í dag að hann hefði átt símtal við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, til þess að enda stríðið á milli Rússlands og Úkraínu.
„Ég er þakklátur fyrir að Selenskí hafi haft samband. Af því að ég, sem næsti forseti Bandaríkjanna, mun færa frið yfir heiminn og enda stríðið sem hefur kostað svo mörg mannslíf og eyðilagt líf óteljandi saklausra fjölskyldna,“ sagði Trump á miðlinum sínum Truth Social.
Selenskí var í viðtali hjá BBC í gær þar sem hann sagði að erfitt yrði að vinna með Trump en að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum þeim sem væru við völd í Bandaríkjunum.