Vilja að Biden segi af sér

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Nokkrir hátt settir repúblikanar kalla eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti segi af sér embætti sínu. Segja þeir að ef hann geti ekki boðið sig fram til annars kjörtímabils, sé hann óhæfur til að gegna embættinu yfir höfuð.

Næstum þrjátíu þingmenn úr röðum demókrata höfðu opinberlega kallað eftir því að Biden hætti við framboð sitt til endurkjörs forseta. Eftir að hann loks gerði það í dag hafa demókratar lofað ákvörðunina sem óeigingjarna og hrósað honum fyrir vel unnin störf.

„Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta, er hann ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér strax. 5. nóvember getur ekki komið nógu fljótt,“ segir Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, í yfirlýsingu á X.

„Ef demókrataflokkurinn hefur talið Joe Biden óhæfan til að bjóða sig fram til endurkjörs, er hann vissulega óhæfur til að stýra kjarnorku[vopna]kóðum okkar. Biden verður að stíga til hliðar strax,“ segir þingmaðurinn Tom Emmer.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert