Ótrúleg atburðarás: 25 dagar frá kappræðum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 8:49
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 8:49
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Síðustu vik­ur hafa verið viðburðarík­ar í stjórn­mál­un­um vest­an­hafs og munu seint gleym­ast. Sögu­leg­ar kapp­ræður, bana­til­ræði við Don­ald Trump og svo til­kynnti sitj­andi for­seti að hann hygðist ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í for­seta­kosn­ing­un­um, sem fram fara 5. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Á 25 dög­um þá fór Joe Biden Banda­ríkja­for­seti frá því að vera ótví­ræður fram­bjóðandi demó­krata og yfir í að draga fram­boð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna.

Hér verður stiklað á stóru um helstu at­b­urði síðustu vikna. 

Af­drifa­rík­ar kapp­ræður

27. júní mætt­ust Biden og Trump í kapp­ræðum á CNN. Biden þótti standa sig afar illa og þegar um kvöldið hófu demó­krat­ar að ef­ast um að Biden hefði getu til að sinna embætt­inu í fjög­ur ár í viðbót.

Dag­inn eft­ir hélt Biden til Norður-Karólínu og New York. Í kraft­mik­illi ræðu sinni til stuðnings­manna í Norður-Karólínu viður­kenndi Biden galla sína í kapp­ræðunum.

„Ég veit að ég er ekki ung­ur maður,” sagði hann meðal ann­ars.

29.-30. júní hélt hann fjár­öfl­un­ar­kvöld þar sem hann reyndi að full­vissa fjár­sterka aðila um að hann væri með alla burði til þess að sigra Trump í nóv­em­ber.

Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á …
Don­ald Trump og Joe Biden tók­ust á í sjón­varp­s­kapp­ræðum á CNN. AFP

Fyrsti þingmaður­inn steig fram

2. júlí varð Lloyd Dog­gett, þingmaður Demó­krata­flokks­ins í full­trúa­deild­inni, fyrsti þingmaður flokks­ins til að kalla eft­ir því op­in­ber­lega að Joe Biden drægi fram­boð sitt til baka.

Dag­inn eft­ir fundaði Biden með rík­is­stjór­um demó­krata og sagði við þá að hann þyrfti meiri svefn og að hann myndi hætta að skipu­leggja viðburði eft­ir klukk­an 20 á kvöld­in.

Sama dag fór Biden í viðtal hjá út­varps­stöð í Penn­sylvan­íu, en fá­ein­um dög­um síðar kom í ljós að spurn­ing­arn­ar sem út­varps­kon­an hafði spurt hefðu verið skrifaðar af starfs­fólki for­set­ans.

Reyndi að snúa vörn í sókn

5. júlí mætti Joe Biden í viðtal hjá Geor­ge Stephanopou­los á ABC News til að lægja öld­urn­ar, en hon­um varð ekki að ósk sinni. Sagði Biden m.a. í viðtal­inu að aðeins Guð al­mátt­ug­ur gæti fengið hann til að end­ur­skoða fram­boð sitt.

7. júlí fundaði Hakeem Jef­fries, leiðtogi demó­krata í full­trúa­deild­inni, með þing­flokki sín­um, en nokkr­ir full­trú­ar demó­krata tjáðu Jeffires þá skoðun sína að þeir teldu rétt að Biden drægi fram­boð sitt til baka.

Biden ákvað dag­inn eft­ir að snúa vörn í sókn og sendi hann bréf á demó­krata á Banda­ríkjaþingi þar sem hann hvatti þá til að sam­ein­ast gegn Don­ald Trump.

„Ég er staðráðinn í því að halda áfram bar­átt­unni,“ skrifaði Biden meðal ann­ars í bréf­inu.

Hakeem Jeffries, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
Hakeem Jef­fries, leiðtogi demó­krata í full­trúa­deild­inni. AFP/​Getty Ima­ges/​Tier­ney L. Cross

Pe­losi og Cloo­ney Biden til ama

Biden tók svo á móti þjóðarleiðtog­um Atlants­hafs­banda­lags­ins 8. júlí og fékk hann vinnufrið í ör­skamma stund.

Friður­inn varð úti hinn 10. júlí er Nancy Pe­losi, fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, sagði í viðtali að það væri und­ir Biden komið að taka ákvörðun um það hvort hann vildi halda áfram í fram­boði.

Biden hafði þó ít­rekað sagt á und­an­gengn­um dög­um og vik­um að hann ætlaði að halda áfram og því túlkuðu marg­ir um­mæli Pe­losi sem beiðni um að Biden sæi sig um hönd.

Sama dag ritaði leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney aðsenda grein í dag­blaðið New York Times þar sem hann skoraði á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

Kynnti Selenskí sem Pútín

11. júlí, á loka­degi leiðtoga­fund Atlants­haf­banda­lags­ins, gerði Biden þau mis­tök að kynna Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta upp á svið sem „Pútín for­seta“. Biden leiðrétti sig strax, en skaðinn var skeður.

Seinna um kvöldið hélt hann blaðamanna­fund þar sem hann sagði að Don­ald Trump væri vara­for­seti sinn, en að þessu sinni leiðrétti hann sig ekki.

Sama dag bár­ust fregn­ir af því að Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, og Nancy Pe­losi væru búin að ræða sam­an og hefðu veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu fram­boðsins.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Joe Biden Banda­ríkja­for­seti og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti. AFP

Bana­til­ræði við Trump

12. júlí hélt Biden kosn­inga­fund í Michigan og kvaðst þar ætla halda ótrauður áfram í fram­boði. Sama dag fór for­set­inn í út­varps­viðtal þar sem hann sagði að hann þyrfti að verða fyr­ir lest svo að hann myndi hætta í fram­boði.

13. júlí fundaði Schumer með Biden, þar sem þeir ræddu stöðuna, sá fund­ur vakti hins veg­ar enga at­hygli því að nokkr­um tím­um eft­ir fund­inn var Don­ald Trump sýnt bana­til­ræði á kosn­inga­fundi sín­um í Penn­sylvan­íu-ríki.

Til­ræðið var gert í aðdrag­anda lands­fund­ar re­públi­kana, og færðist at­hygl­in því nær al­farið yfir á Trump og lands­fund­inn næstu daga.

Donald Trump var skotinn í eyrað. Einn stuðningsmaður hans var …
Don­ald Trump var skot­inn í eyrað. Einn stuðnings­maður hans var myrt­ur og tveir aðrir særðust. AFP/​Getty Ima­ges/​Anna Mo­neyma­ker

Stífl­an brest­ur

17. júlí þá steig Adam Schiff, þingmaður í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings, fram og skoraði á for­set­ann að draga fram­boð sitt til baka. Seinna um dag­inn greind­ist Biden með Covid-19 og hélt hann heim til sín í Delaware í ein­angr­un.

ABC News greindi frá því síðar sama kvöld að Schumer hefði hvatt Biden til að draga fram­boð sitt til baka á fund­in­um sem hann átti með Biden dag­inn sem Trump var skot­inn.

18. júlí og næstu daga stigu fleiri demó­krat­ar fram og hvöttu Biden til að draga fram­boð sitt til baka. Þrátt fyr­ir það sagði kosn­inga­stjóri Bidens að hann hefði aldrei verið jafn ákveðinn í því að vinna kosn­ing­arn­ar.

Biden dreg­ur fram­boð sitt til baka

Án vit­und­ar al­menn­ings þá fundaði Joe Biden með nán­ustu ráðgjöf­um laug­ar­dag­inn 20. júlí og fór yfir stöðuna. Um kvöldið var hann kom­inn ná­lægt loka­ákvörðun. 

Að morgni 21. júlí steig öld­unga­deild­arþingmaður­inn Joe Manchin fram og hvatti Biden til að draga fram­boð sitt til baka.

Eft­ir há­degi sama dag kom færsla frá Biden á Twitter þar sem hann til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri, og lýsti yfir stuðningi sín­um við Kamölu Harris vara­for­seta.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert