Trump lofaði að binda enda á átök á Gasasvæðinu

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Donald Trump forsetaframbjóðandi funduðu í …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Donald Trump forsetaframbjóðandi funduðu í dag. Á myndinni er einnig Sara, eiginkona Netanyahu.

Donald Trump, forsetaframbjóðandi og fyrrum forseti Bandaríkjanna og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal funduðu í dag.

Heldur kvað við annan tón á fundi Trump og Netanyahu en þegar forsætisráðherrann hitti Kamillu Harris í vikunni. Þar sagði Harris meðal annars að hún myndi ekki þegja um þjáningar fólks á Gasasvæðinu.

Vel virtist fara á með þeim á fundinum og eftir hann lofaði Trump því að að binda enda á átökin fyrir botni miðjarðarhafs ef hann kemst í forsetaembætti.

Trump notaði tækifærið eftir fundinn og reyndi að koma höggi á Harris sem hann sagði öfgafullan vinstri mann og að ummæli hennar hafi einkennst af vanvirðingu við málstað Ísrelsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert