Frekari rýming fyrirskipuð í Khan Yunis

Átök Ísraelsmanna og Hamas halda áfram á Gasa.
Átök Ísraelsmanna og Hamas halda áfram á Gasa. AFP/Bashar Taleb

Ísraelski herinn hefur skipað fyrir um frekari rýmingu í borginni Khan Yunis á Gasa í kjölfar þess að hafa fundið þar lík fimm Ísraela sem voru drepnir og teknir yfir á Gasa 7. október í hryðjuverkum Hamas-samtakanna.

Sameinuðu þjóðirnar segja að þegar hafi um 180 þúsund manns flúið Khan Yunis síðan að herinn hóf aðgerðir þar á mánudag til að endurheimta líkin.

Á því svæði sem nú þarf að rýma var meðal annars mannúðarsvæði fyrir Palestínumenn en herinn hefur sett upp nýtt mannúðarsvæði í Al-Mawasi sem fólk er hvatt til að fara á.

Rýmingarskipanirnar og „hertari hernaðarátök“ hafa gert erfiðara fyrir hjálparstarfi á svæðinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka