„Hvítir gaurar fyrir Harris“ var nafnið á Zoom-fundi sem Kamala Harris hélt í fjáröflunarskyni bara með hvítum karlmönnum á mánudag.
Á viðburðinum safnaðist yfir hálfur milljarður íslenskra króna, eða fjórar milljónir dollara.
Þúsundir hvítra karlmanna tóku þátt og voru sérstakir gestir á borð við leikararana Mark Hamill og Mark Ruffalo. Þá var „Gaurinn“ sjálfur Jeff Bridges einnig á fundinum, en hann lék „Gaurinn“ [e. The Dude] í kvikmyndinni Big Lebowski.
Svipaður fjáröflunarfundur hefur áður verið haldinn í tengslum við framboð Harris. Í kosningabaráttu hennar hefur hún haldið Zoom-fund sem kallaðist „Hvítar konur: Svarið kallinu“ þar sem aðeins hvítar konur tóku þátt.
Þá hefur hún líka haldið Zoom-fundi með annars vegar svörtum karlmönnum og hins vegar svörtum konum.
“As white women we need to use our privilege to make positive changes.”
— TENET Media (@watchTENETnow) July 29, 2024
Former teacher turned “influencer” infantilizes the “white women for Kamala Harris” and suggests that white women should never “correct” black women. pic.twitter.com/uj00SfwZb9