„Hvítir gaurar fyrir Harris“ söfnuðu milljónum

Meðal þeirra sem voru á Zoom-fundinum voru Mark Ruffalo, Mark …
Meðal þeirra sem voru á Zoom-fundinum voru Mark Ruffalo, Mark hamill og Jeff Bridges. Samsett mynd/AFP/Megan Varner

„Hvít­ir gaur­ar fyr­ir Harris“ var nafnið á Zoom-fundi sem Kamala Harris hélt í fjár­öfl­un­ar­skyni bara með hvít­um karl­mönn­um á mánu­dag.

Á viðburðinum safnaðist yfir hálf­ur millj­arður ís­lenskra króna, eða fjór­ar millj­ón­ir doll­ara. 

Þúsund­ir hvítra karl­manna tóku þátt og voru sér­stak­ir gest­ir á borð við leik­ar­ar­ana Mark Hamill og Mark Ruffalo. Þá var „Gaur­inn“ sjálf­ur Jeff Bridges einnig á fund­in­um, en hann lék „Gaur­inn“ [e. The Dude] í kvik­mynd­inni Big Le­bowski.

„Hvít­ar kon­ur: Svarið kall­inu

Svipaður fjár­öfl­un­ar­fund­ur hef­ur áður verið hald­inn í tengsl­um við fram­boð Harris. Í kosn­inga­bar­áttu henn­ar hef­ur hún haldið Zoom-fund sem kallaðist „Hvít­ar kon­ur: Svarið kall­inu“ þar sem aðeins hvít­ar kon­ur tóku þátt. 

Þá hef­ur hún líka haldið Zoom-fundi með ann­ars veg­ar svört­um karl­mönn­um og hins veg­ar svört­um kon­um. 

BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert