Kamala Harris, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hyggst halda kosningafund í Atlanta í Georgíuríki í dag. Með henni verður rapparinn Megan Thee Stallion með tónlistaratriði.
Það má ætla að með þessu sé Harris að reyna höfða til ungra og svartra kjósenda í Georgíu. Georgía er svokallað sveifluríki og gæti því reynst Harris afar mikilvægt að fá þar meirihlutafylgi í komandi kosningum.
Megan birti færslu á Instagram-reikning sínum í gær þar sem hún skrifar:„ATL-gellur – sjáumst á morgun,“ og vitnar þar í kosningafundinn og skammstöfun borgarinnar.
Nýjustu kannanir benda til þess að baráttan um Hvíta húsið verði æsispennandi. Í nýjustu könnun Wall Street Journal (WSJ) sem birtist á föstudag er fyrrverandi forsetinn Donald Trump með 49% fylgi og Harris með 47% fylgi.
Í byrjun mánaðar mældist Trump með sex prósentustiga forskot á Biden í könnun WSJ og er Harris því búin að narta saxa verulega á forskotið sem Trump hafði á Biden.