Kamala fær þekktan rappara sér til aðstoðar

TOPSHOT - US Vice President and Democratic presidential candidate Kamala …
TOPSHOT - US Vice President and Democratic presidential candidate Kamala Harris speaks at her campaign headquarters in Wilmington, Delaware, on July 22, 2024. Harris on Monday compared her election rival Donald Trump to "predators" and "cheaters," as she attacked the first former US leader to be convicted of a crime. (Photo by Erin SCHAFF / POOL / AFP) AFP

Kamala Harris, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hyggst halda kosningafund í Atlanta í Georgíuríki í dag. Með henni verður rapparinn Megan Thee Stallion með tónlistaratriði. 

Það má ætla að með þessu sé Harris að reyna höfða til ungra og svartra kjósenda í Georgíu. Georgía er svokallað sveifluríki og gæti því reynst Harris afar mikilvægt að fá þar meirihlutafylgi í komandi kosningum. 

Megan birti færslu á Instagram-reikning sínum í gær þar sem hún skrifar:„ATL-gellur – sjáumst á morgun,“ og vitnar þar í kosningafundinn og skammstöfun borgarinnar.

Mjótt á mununum 

Nýjustu kannanir benda til þess að baráttan um Hvíta húsið verði æsispennandi. Í nýjustu könnun Wall Street Journal (WSJ) sem birtist á föstudag er fyrrverandi forsetinn Donald Trump með 49% fylgi og Harris með 47% fylgi. 

Í byrjun mánaðar mældist Trump með sex prósentustiga forskot á Biden í könnun WSJ og er Harris því búin að narta saxa verulega á forskotið sem Trump hafði á Biden. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert