Níu hermenn sakaðir um að nauðga palestínskum fanga

Nokkrir Ísraelar mótmæltu fyrir utan herstöðina til að sýna hermönnunum …
Nokkrir Ísraelar mótmæltu fyrir utan herstöðina til að sýna hermönnunum stuðning. AFP

Níu ísra­elsk­ir her­menn eru í haldi grunaðir um að hafa nauðgað palestínsk­um fanga sem var í haldi í Suður-Ísra­el.

Talsmaður hers­ins seg­ir við AFP að her­menn­irn­ir hafi verið „tekn­ir í yf­ir­heyrslu“ vegna „meintr­ar mis­notk­un­ar“ sem á að hafa átt sér stað í Sde Teim­an-her­stöðinni, þar sem hryðju­verka­menn sem hand­tekn­ir eru á Gasatrönd­inni eru vistaðir.

Flytja þurfti fang­ann á spít­ala fyr­ir um mánuði síðan. Times of Isra­el og KAN, rík­is­út­varp Ísra­els, greina frá því að áverk­ar á fang­an­um hafi bent til þess að brotið hefði verið á hon­um kyn­ferðis­lega.

New York Times hef­ur eft­ir lög­manni þriggja her­manna að þeir hafi verið yf­ir­heyrðir vegna al­var­legs kyn­ferðisof­beld­is. Lögmaður­inn neit­ar þó sök fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna.

Sýna her­mönn­un­um stuðning

Ísra­elsk­ir borg­ar­ar hafa mót­mælt fyr­ir utan her­stöðina þar sem her­menn­irn­ir níu eru í haldi til að sýna þeim stuðning.

Þá hafa ein­hverj­ir brot­ist inn í fanga­geymsl­una.

Grunaður hryðju­verkamaður 

Sde Teim­an-her­stöðin hef­ur verið notuð til að halda Palestínu­mönn­um föngn­um sem hafa verið hand­tekn­ir á Gasa­strönd­inni.

Palestínumaður­inn var þar í haldi þar sem hann er grunaður um að vera hryðju­verkamaður.

Frá því að átök brut­ust út milli Hamassam­tak­anna og Ísra­els­hers á Gasa hafa stofn­an­ir Sam­einuðu þjóðanna, hin ýmsu rétt­inda­sam­tök, emb­ætt­is­menn á Gasa og fyrr­ver­andi fang­ar lýst mis­notk­un af hálfu ísra­elskra her­manna og fanga­varða. 

Ísra­els­her hef­ur sagt að hög­un fanga­vist­un­ar í land­inu sé í sam­ræmi við alþjóðalög.

Palestínski fanga­klúbbur­inn, rétt­inda­sam­tök palestínskra fanga í Ísra­el, hef­ur einnig sakað fanga­verðina um að beita fang­ann kyn­ferðisof­beldi.

„Þetta er nýr nauðgun­ar­glæp­ur sem fram­inn er gegn fanga í Sde Teim­an-búðunum af hópi fanga­varða,“ sagði Abdullah Al-Zag­hari, yf­ir­maður fé­laga­sam­tak­anna, í sam­tali við AFP.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert