Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, og varaforsetaefni hennar Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, héldu í kvöld fyrsta kosningafund sinn saman.
Fundurinn var haldinn í stútfullum sal í Philadelphiu í Pennsylvaníuríki en Harris og Walz áforma að heimsækja þau fylki þar sem úrslit gætu ráðist í forsetakosningunum í nóvember.
Pennsylvanía er svokallað sveifluríki, þ.e.a.s. ríki þar sem úrslit kosninganna gætu farið á hvorn veg sem er. Því héldu margir að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, myndi verða fyrir valinu sem varaforsetaefni Harris.
Harris og Walz mun halda áfram að heimsækja sveifluríki en Wisconsin, Michigan, Arizona og Nevada eru næst á dagskrá hjá þeim.
Á kosningafundinum sagði Harris ríkisstjórann vera leiðtogann sem hún hefði verið að leita að.
Walz sagði m.a. í ræðu sinni að Donald Trump, forsetaframbjóðenda repúblikana, viti ekkert um hvernig eigi að þjóna Bandaríkjunum þar sem hann sé of upptekinn að þjóna sjálfum sér.