Trump rýfur þögnina á X

Trump virðist vera mættur aftur á X, áður Twitter.
Trump virðist vera mættur aftur á X, áður Twitter. AFP/Getty Images/Michael Ciaglo

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, birti fyrir skömmu sína fyrstu færslu á X, áður Twitter, síðan 25. ágúst á síðasta ári.

Færslan er rúmlega tveggja mínútna löng kosningaauglýsing og skrifar hann engan texta við færsluna.

Hátt í 70 þúsund manns höfðu líkað við færsluna þegar hún var búin að vera uppi í 15 mínútur. 

Ræðir við Musk í beinni í kvöld

Kemur þessi færsla skömmu fyrir samtal sem hann mun eiga við Elon Musk, eiganda X, í kvöld í beinu streymi á X.

Reikn­ingi Trumps á miðlin­um var lokað fyr­ir fullt og allt í kjöl­far óeirðanna við Bandaríkjaþing árið 2021.

Trump öðlaðist svo aðgang að reikn­ingi sín­um að nýju eft­ir að Musk keypti miðil­inn, en Musk efndi til skoðana­könn­un­ar um áhuga á end­ur­komu Trumps.

Þrátt fyrir þetta þá hefur Trump notað miðilinn lítið sem ekkert. Birti hann aðeins eina færslu á síðasta ári og var það sakborningsmyndin af honum. Sú færsla var birt 25. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka