Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, birti fyrir skömmu sína fyrstu færslu á X, áður Twitter, síðan 25. ágúst á síðasta ári.
Færslan er rúmlega tveggja mínútna löng kosningaauglýsing og skrifar hann engan texta við færsluna.
Hátt í 70 þúsund manns höfðu líkað við færsluna þegar hún var búin að vera uppi í 15 mínútur.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2024
Kemur þessi færsla skömmu fyrir samtal sem hann mun eiga við Elon Musk, eiganda X, í kvöld í beinu streymi á X.
Reikningi Trumps á miðlinum var lokað fyrir fullt og allt í kjölfar óeirðanna við Bandaríkjaþing árið 2021.
Trump öðlaðist svo aðgang að reikningi sínum að nýju eftir að Musk keypti miðilinn, en Musk efndi til skoðanakönnunar um áhuga á endurkomu Trumps.
Þrátt fyrir þetta þá hefur Trump notað miðilinn lítið sem ekkert. Birti hann aðeins eina færslu á síðasta ári og var það sakborningsmyndin af honum. Sú færsla var birt 25. ágúst.
https://t.co/MlIKklPSJT pic.twitter.com/Mcbf2xozsY
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 25, 2023