Segjast hafa náð þúsund ferkílómetrum frá Rússum

Úkraínskir hermenn taka sér pásu nærri landamærum við Rússland í …
Úkraínskir hermenn taka sér pásu nærri landamærum við Rússland í gær. AFP/Roman Pilipey

Úkraínu­menn segj­ast hafa náð þúsund fer­kíló­metr­um af rúss­nesku yf­ir­ráðasvæði, í stærstu gagnárás úkraínska hers­ins frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst fyr­ir tveim­ur og hálfu ári síðan. BBC grein­ir frá.  

Oleks­andr Sirskí, yf­ir­maður herafla Úkraínu, seg­ir að Úkraínu­her haldi áfram sókn sinni í Kúrsk-héraði, en árás­in hófst fyr­ir viku síðan.

Sí­fellt fleiri hafa þurft að yf­ir­gefa vest­ur­hluta Rúss­lands í ör­ygg­is­skyni, en 59.000 til viðbót­ar hef­ur verið sagt að yf­ir­gefa svæðið. 

Al­ex­ei Smírnov, héraðsstjóri í Kúrsk-héraði, sagði á fundi með Pútín for­seta að 28 þorp á svæðinu hefðu fallið í hend­ur úkraínskra her­sveita, 12 al­menn­ir borg­ar­ar hefðu fallið og að „ástandið væri enn erfitt“.

Í heild­ina hafi 121.000 manns verið gert að yf­ir­gefa heim­ili sín í héraðinu.

Smírnov sagði Pútín að um 2.000 rúss­nesk­ir rík­is­borg­ar­ar væru enn á svæðum sem úkraínsk­ar her­sveit­ir hefðu her­numið. „Við vit­um ekk­ert um af­drif þeirra,“ sagði hann.

Vjat­sjeslav Gla­dkov, héraðsstjóri Belg­orod, hef­ur sagt að 11.000 manns hafi þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín í héraðinu.

Vladimír Pútín ræðir ástandið í Kúrsk-héraði í gær.
Vla­dimír Pútín ræðir ástandið í Kúrsk-héraði í gær. AFP/​Sputnik

Telja ekki rétt að svo mikið landsvæði hafi náðst

Úkraínsk­ar her­sveit­ir hófu óvænta árás á þriðju­dag­inn síðastliðinn og náðu allt að 30 kíló­metra inn í Rúss­land.

Nokk­ur gagn­rýni hef­ur komið fram um þá staðhæf­ingu Sirskí að her­sveit­ir hans réðu nú yfir allt að þúsund fer­kíló­metr­um af rúss­nesku landsvæði.

Hef­ur gagn­rýn­in meðal ann­ars komið frá banda­rísku hug­veit­uni Institu­te for the Stu­dy of War, sem tel­ur það ekki rétt að allt þetta landsvæði sé nú und­ir stjórn Úkraínu.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með bandarísku þingmönnunum Richard Blumenthal and …
Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti fundaði með banda­rísku þing­mönn­un­um Rich­ard Blu­ment­hal and Linds­ey Gra­ham (ekki á mynd­inni) í gær. AFP/​Embætti for­seta Úkraínu

Árás­inni gæti fylgt ný ógn

Talið er að árás­in muni auka á bar­áttu­anda Úkraínu­manna en að sér­fræðing­ar sem BBC ræddi við telja að með henni fylgi ný ógn fyr­ir Úkraínu.

Hátt­sett­ur yf­ir­maður í breska hern­um sagði að hætta væri á að yf­ir­völd í Kreml myndu reiðast svo vegna árás­inn­ar að Rúss­ar gætu hert árás­ir sín­ar til muna á úkraínska borg­ara og innviði.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, seg­ir að Rúss­ar hefðu fært öðrum stríð og nú væri það að koma aft­ur til Rúss­lands.

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, lýsti árás­inni sem „meiri hátt­ar ögr­un“ og skipaði rúss­nesk­um her­sveit­um að „sparka óvin­in­um út af yf­ir­ráðasvæðum okk­ar“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert