Nýtt krabbameinsbóluefni vekur vonir

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Tilraunir eru hafnar með nýtt bóluefni gegn lungnakrabbameini. Bóluefnið byggist á svonefndri mRNA-tækni, þeirri sömu og notuð var til að útbúa bóluefni gegn covid-19-veirunni, sem kennir ónæmiskerfi líkamanans að ráðast á krabbameinsfrumur og hindra að þær myndist á ný. Meðferðin á ekki að hafa áhrif á heilbrigðar frumur ólíkt t.d. geislameðferð.

Bóluefnið, sem nefnt er BNT116, hefur verið þróað af þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech en því er ætlað að meðhöndla algengustu tegund lungnakrabbameins.

Ólíkt bóluefnum sem ætlað er að verja fólk gegn smitsjúkdómum eru bóluefni gegn krabbameini gefin þeim sem þegar hafa fengið sjúkdóminn.

Sjö lönd, Bretland, Bandaríkin, Ungverjaland, Pólland, Spánn og Tyrkland, taka þátt í fyrsta áfanga tilraunanna þar sem bóluefnið verður gefið um 130 sjúklingum sem hafa greinst með sjúkdóminn. Sumir þessara sjúklinga eru með lungnakrabbamein á frumstigi og hafa ekki gengist undir skurðaðgerðir eða geislameðferð en hjá öðrum er sjúkdómurinn genginn lengra eða hefur tekið sig upp aftur.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka