AfD stærstur samkvæmt útgönguspá

Bjoern Hoecke er oddviti AfD flokksins í Thuringia.
Bjoern Hoecke er oddviti AfD flokksins í Thuringia. AFP

Flokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) mælist með um 30.5% til 33.5% atkvæða í héraðinu Thuringia samkvæmt útgönguspá sem birtist fyrr í kvöld.

Mælist flokkurinn stærstur í héraðinu en kosningar til ríkisþings standa þar yfir. 

Í Saxlandi mælist AfD og Kristilegir demókratar með mest fylgi. Flokkur Olafs Scholz Þýskalandskanslara mælist hins vegar með 6,5% til 8,5% í héruðunum.

Flokksmenn AfD hafa verið grunaðir um njósnir fyrir Kína og Rússland. Jafnframt hafa þeir talað fyrir því að skerða réttindi innflytjenda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka