Notar síðustu mánuðina til að efla Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að nota þá mánuði sem hann á eftir í embætti til að efla Úkraínu.

Háttsettur aðstoðarmaður hans greindi frá þessu og bætti við að Biden og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ætluðu að hittast í lok þessa mánaðar.

Biden og Selenskí í júlí síðastliðnum.
Biden og Selenskí í júlí síðastliðnum. AFP/Brendan Smialowski

Biden er „staðráðinn í því að nota mánuðina fjóra til að koma Úkraínu í sem bestu mögulegu stöðu til að fara með sigur af hólmi,“ sagði Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi á ráðstefnu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og átti þar við stríðið gegn Rússlandi. 

Hann tilkynnti jafnframt að Selenskí og Biden muni funda í New York í þarnæstu viku á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert