Segir uppreisnarmenn Húta munu fá að gjalda

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir uppreisnarmenn Húta í Jemen munu gjalda þess að hafa skotið flugskeyti á Ísrael.

Osama Hamdan, talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að flugskeytaárás Húta á Ísrael afhjúpi takmarkaða getu Ísraels til að verja sig.

Fyrr í dag greindi Ísraelsher frá því að flugskeyti hafi verið skotið á Ísrael og stuttu síðar lýstu uppreisnarmennirnir Hútar í Jemen yfir ábyrgð á flugskeytinu.

Ísraelsher hefur sagt að enginn hafi særst í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert