Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir uppreisnarmenn Húta í Jemen munu gjalda þess að hafa skotið flugskeyti á Ísrael.
Osama Hamdan, talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að flugskeytaárás Húta á Ísrael afhjúpi takmarkaða getu Ísraels til að verja sig.
Fyrr í dag greindi Ísraelsher frá því að flugskeyti hafi verið skotið á Ísrael og stuttu síðar lýstu uppreisnarmennirnir Hútar í Jemen yfir ábyrgð á flugskeytinu.
Ísraelsher hefur sagt að enginn hafi særst í árásinni.
Following the sirens that sounded a short while ago in central Israel, a surface-to-surface missile was identified crossing into central Israel from Yemen and fell in an open area. No injuries were reported.
— Israel Defense Forces (@IDF) September 15, 2024