Átta eru látnir og að minnsta kosti 2.750 særðir, þar af fleiri en 200 alvarlega, eftir að símboðar liðsmanna Hisbollah-hreyfingarinnar í Líbanon tóku að springa í dag.
Frá þessu greinir ráðherra ríkisstjórnar landsins rétt í þessu.
Hryðjuverkasamtökin Hisbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, höfðu áður sagt að símboðarnir sem liðsmenn þeirra nota hefðu orðið þremur að bana í dag.
Heimildarmaður AFP segir að á meðal særðra sé sonur þingmanns í Líbanon.