Fjármögnun alríkisins enn í óvissu

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, ræðir hér við fjölmiðla eftir að …
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, ræðir hér við fjölmiðla eftir að frumvarpið var fellt. AFP/TASOS KATOPODIS

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi fyrr í kvöld frumvarp frá Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, sem hefði tryggt fjármögnun alríkisins fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. 

220 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og 202 voru með því, en hluti Repúblikanaflokksins, sem nú hefur meirihluta í deildinni, greiddi atkvæði með demókrötum til þess að fella frumvarpið.

Demókratar lögðust hins vegar gegn frumvarpinu, þar sem það innihélt einnig frumvarp að lögum frá Johnson, sem hafa fengið skammstöfunina SAVE, en Johnson segir því frumvarpi ætlað að tryggja að ólöglegir innflytjendur gætu ekki greitt atkvæði í kosningunum. Demókratar segja hins vegar að það sé nú þegar ólöglegt, og hefðu lögin því einungis sett hindranir í götu fólks, sem þegar hefur kosningarétt.

Donald Trump, fyrrverandi forseti og frambjóðandi repúblikana, hvatti fyrr í kvöld samflokksmenn á Bandaríkjaþingi til þess að hafna öllum tillögum um fjármögnun alríkisins nema SAVE-lögin verði samþykkt.

Deildin hefur nú sjö virka daga til þess að ná samkomulagi um fjármögnunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka