Fjármögnun alríkisins enn í óvissu

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, ræðir hér við fjölmiðla eftir að …
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, ræðir hér við fjölmiðla eftir að frumvarpið var fellt. AFP/TASOS KATOPODIS

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings felldi fyrr í kvöld frum­varp frá Mike John­son, for­seta full­trúa­deild­ar­inn­ar, sem hefði tryggt fjár­mögn­un al­rík­is­ins fram yfir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber. 

220 þing­menn greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu og 202 voru með því, en hluti Re­públi­kana­flokks­ins, sem nú hef­ur meiri­hluta í deild­inni, greiddi at­kvæði með demó­kröt­um til þess að fella frum­varpið.

Demó­krat­ar lögðust hins veg­ar gegn frum­varp­inu, þar sem það inni­hélt einnig frum­varp að lög­um frá John­son, sem hafa fengið skamm­stöf­un­ina SAVE, en John­son seg­ir því frum­varpi ætlað að tryggja að ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur gætu ekki greitt at­kvæði í kosn­ing­un­um. Demó­krat­ar segja hins veg­ar að það sé nú þegar ólög­legt, og hefðu lög­in því ein­ung­is sett hindr­an­ir í götu fólks, sem þegar hef­ur kosn­inga­rétt.

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti og fram­bjóðandi re­públi­kana, hvatti fyrr í kvöld sam­flokks­menn á Banda­ríkjaþingi til þess að hafna öll­um til­lög­um um fjár­mögn­un al­rík­is­ins nema SAVE-lög­in verði samþykkt.

Deild­in hef­ur nú sjö virka daga til þess að ná sam­komu­lagi um fjár­mögn­un­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert