Hundruð manna söfnuðust saman víðsvegar í Frakklandi í dag í tilefni af alþjóðadegi öruggra þungunarrofa.
Frakkland var fyrsta ríki í heiminum til þess að gera þungunarrof að stjórnarskrárbundnum rétti í mars á þessu ári.
Mótmælendur söfnuðust saman til þess að sýna stuðning við framkvæmdinni eins og hún er í Frakklandi. Jafnframt var vakin athygli á ástandinu í öðrum ríkjum.