Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, hefur lýst yfir stuðningi við Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, eftir að Ísraelsher hóf innrás í Líbanon í gærkvöldi.
Austin varaði írönsk stjórnvöld einnig við alvarlegum afleiðingum ætli þau að ráðast beint á Ísrael til að bregðast við árásum þeirra á vígamenn Hisbollah-samtakanna, sem njóta stuðnings Írans.
„Við samþykktum nauðsyn árásar til að eyðileggja árásarinnviði meðfram landamærunum til að tryggja að Hisbollah í Líbanon geti ekki gert svipaðar árásir og 7. október á samfélög í norðurhluta Ísraels,“ sagði Austin í tilkynningu á X í gærkvöldi eftir að hafa átt samtal við Gallant.
Gallant hafði áður varað við því að hernaði Ísraels í Líbanon væri ekki lokið þrátt fyrir að Ísraelsher hefði drepið leiðtoga Hisbollah, Hassan Nasrallah, á föstudaginn.
I spoke with Israeli Minister of Defense Yoav Gallant today to discuss security developments and Israeli operations. I made it clear that the United States supports Israel’s right to defend itself. We agreed on the necessity of dismantling attack infrastructure along the border…
— Secretary of Defense Lloyd J. Austin III (@SecDef) October 1, 2024