Mánuður í kosningar: Trump tekur forystuna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:07
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:07
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Nú þegar aðeins 32 dag­ar eru í for­seta­kosn­ing­arn­ar vest­an­hafs þá hef­ur Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, tekið for­yst­una í kjör­manna­kerf­inu. Ný­af­staðnar vara­for­se­takapp­ræður þóttu á já­kvæðu nót­un­um.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­ferð Her­manns Nökkva Gunn­ars­son­ar, blaðamanns á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í Spurs­mál­um í dag.

Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi demó­krata, leiðir á landsvísu með 2,2 pró­sentu­stiga for­skoti sam­kvæmt RealC­learPolitics, sem tek­ur sam­an meðaltal kann­anna. Þegar rík­in eru skoðuð þá er Trump hins veg­ar nú að mæl­ast með for­yst­una í kjör­manna­kerf­inu.

Kosningabaráttan er æsispennandi á lokametrunum.
Kosn­inga­bar­átt­an er æsispenn­andi á loka­metr­un­um. Sam­sett mynd/​AFP

Harris tap­ar for­skot­inu í Penn­sylvan­íu

Síðustu rúm­lega tvær viku hef­ur Harris leitt í kjör­manna­kerf­inu og hef­ur það verið vegna þess að hún hef­ur leitt í Penn­sylvan­íu, Michigan, Wiscons­in og Nevada. Það myndi skila henni 276 kjör­mönn­um, en fram­bjóðandi þarf 270 kjör­menn til þess að vinna kosn­ing­arn­ar.

Harris mæl­ist hins veg­ar ekki leng­ur með for­skot í Penn­sylvan­íu. Tækni­lega séð mæl­ist eng­inn með for­skot í Penn­sylvan­íu, held­ur mæl­ast fram­bjóðend­urn­ir með 48,2% fylgi hvor.

Þegar báðir fram­bjóðend­ur mæl­ast með jafn mikið fylgi – upp á kommu – þá miðar RealC­learPolitics við síðustu könn­un þar sem ein­hver fram­bjóðandi leiddi og í könn­un sem kom út fyr­ir fimm dög­um var Trump með þriggja pró­sentu­stiga for­skot á Harris í rík­inu.

Þar af leiðandi er Penn­sylvan­ía rautt á lit­inn í kjör­manna­kort­inu.

Trump myndi fá 281 kjörmann miðað við kannanir í dag …
Trump myndi fá 281 kjör­mann miðað við kann­an­ir í dag en Harris 257. Tölvu­teiknuð mynd/​RCP/​Hall­ur

Áfram hníf­jafnt í sveiflu­ríkj­un­um

Trump myndi sam­kvæmt könn­un­um núna vinna Arizona, Georgíu, Norður-Karólínu og Penn­sylvan­íu sem myndi tryggja hon­um 281 kjör­mann.

Áfram er hníf­jafnt í sveiflu­ríkj­un­um sjö en mesti fylg­is­mun­ur­inn er í Arizona þar sem Trump mæl­ist með 1,7 pró­sentu­stiga for­skot á Harris.

Vara­for­se­takapp­ræðurn­ar á já­kvæðu nót­un­um

J.D. Vance, vara­for­seta­efni Don­alds Trumps, og Tim Walz, vara­for­seta­efni Kamölu Harris, tók­ust á í kapp­ræðum á þriðju­dag sem þóttu vera á já­kvæðu nót­un­um. Her­mann fór yfir meðaltal fjög­urra kann­anna sem ABC tók sam­an um hvor fram­bjóðand­inn stóð sig bet­ur.

Að meðaltali sögðu 48% svar­enda að Vance hafi staðið sig bet­ur en 46% sögðu að Walz hafi staðið sig bet­ur. Í meðaltal­inu voru meðal ann­ars kann­an­ir frá CNN og CBS og í báðum úr­tök­um voru fleiri demó­krat­ar en re­públi­kan­ar.

Enginn afgerandi sigurvegari í kappræðunum.
Eng­inn af­ger­andi sig­ur­veg­ari í kapp­ræðunum. Tölu­teiknuð mynd/​ABC/​Hall­ur

Má því áætla, í ljósi þess að fleiri sögðu Vance hafa staðið sig bet­ur, að Vance hafi tek­ist bet­ur að höfða til óflokks­bund­inna kjós­enda.

Engu að síður er fátt sem bend­ir til þess að vara­for­se­takapp­ræður hafi mik­il áhrif á niður­stöðu kosn­inga.

Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Hér má horfa á þátt­inn í heild sinni:

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka