Leiðtogi Hamas drepinn

Yahya Sinwar árið 2017.
Yahya Sinwar árið 2017. AFP/Said Khatib

Isra­el Katz, utanríkisráðherra Ísraels, hefur staðfest að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið drepinn.

Ísraelsher sagði fyrr í dag að hann hefði mögulega verið felldur í hernaðaraðgerð ísraelska hersins á Gasaströndinni. Sagðist herinn vera að athuga hvort Sinwar hefði fallið.

Sinw­ar var val­inn nýr stjórn­mála­leiðtogi Ham­as í kjöl­far þess að Ismail Han­iyeh, fyrr­ver­andi stjórn­mála­leiðtogi sam­tak­anna, var drep­inn í loft­árás Ísra­els í Teheran, höfuðborg Íran, í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert