Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, hefur staðfest að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið drepinn.
Ísraelsher sagði fyrr í dag að hann hefði mögulega verið felldur í hernaðaraðgerð ísraelska hersins á Gasaströndinni. Sagðist herinn vera að athuga hvort Sinwar hefði fallið.
Sinwar var valinn nýr stjórnmálaleiðtogi Hamas í kjölfar þess að Ismail Haniyeh, fyrrverandi stjórnmálaleiðtogi samtakanna, var drepinn í loftárás Ísraels í Teheran, höfuðborg Íran, í júlí.