Sprengjudróni hæfði heimili forsætisráðherrans

Viðbragðsaðilar á götu heimilis Netanjahú í morgun.
Viðbragðsaðilar á götu heimilis Netanjahú í morgun. AFP/Jack Guez

Skrifstofa Benja­míns Net­anja­hús, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, greindi frá því að sprengjudróni hefði hæft heimili forsætisráðherrans í Caesarea í morgun. 

„Forsætisráðherrann og eiginkona hans voru ekki á heimilinu og enginn særðist í árásinni,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Ísraelsher greindi frá því að þremur drónum var skotið frá Líbanon í morgun. Tveir voru skotnir niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert