Pútín býður vesturveldum birginn: BRICS-ríki funda

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP/Valery Sharifulin

Á þriðja tug leiðtoga heims­ins safn­ast sam­an í Rúss­land í dag þegar þriggja daga ráðstefna BRICS-hóps­ins hefst. Hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af þjóðum sem rúss­nesk stjórn­völd von­ast til að geti boðið vest­ur­veld­um birg­inn.

Xi Jinping við komuna til Kazan.
Xi Jin­ping við kom­una til Kaz­an. AFP

Ráðstefn­an er sú fjöl­menn­asta af þess­um toga síðan Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti vill með henni sýna fram á að til­raun­ir vest­rænna ríkja til að ein­angra Rússa vegna stríðsins í Úkraínu hafi mistek­ist.

Kín­verski leiðtog­inn Xi Jin­ping, ind­verski for­sæt­is­ráðherr­ann Nar­endra Modi og tyrk­neski for­set­inn Recep Tayyip Er­dog­an, sem eru all­ir mik­il­væg­ir sam­herj­ar Rússa, verða all­ir viðstadd­ir ráðstefn­una, sem er hald­in í borg­inni Kaz­an í vest­ur­hluta Rúss­lands.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, á flugvellinum í Kazan í morgun.
Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, á flug­vell­in­um í Kaz­an í morg­un. AFP/​Maksim Blin­ov

Pútín, Modi, Xi og Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suður-Afr­íku, eru þegar mætt­ir til Kaz­an.

Lyk­il­ríki í BRICS eru Bras­il­ía, Rúss­land, Ind­land, Kína og Suður-Afr­íka. Eitt stærsta málið á dag­skrá ráðstefn­unn­ar er hug­mynd Pútíns um nýtt greiðslu­kerfi sem kæmi í staðinn fyr­ir SWIFT, alþjóðlega greiðslu­kerfið, sem Rúss­um var meinaður aðgang­ur að árið 2022. Einnig verður rætt um stríðið fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert