Rogan lýsti formlega yfir stuðningi við Trump

Tug­ir millj­óna manna hlusta á hlaðvarp Rog­an, The Joe Rogan …
Tug­ir millj­óna manna hlusta á hlaðvarp Rog­an, The Joe Rogan Experience. AFP

Bandaríski hlaðvarpsþáttastjórnandinn, Joe Rogan, lýsti formlega yfir stuðningi við Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, í gærkvöldi. Degi fyrir kosningarnar.

Þetta gerði Rogan er hann var að auglýsa nýjasta þátt sinn af hlaðvarpinu, The Joe Rogan Experience, þar sem auðjöfurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Trumps, Elon Musk, er gestur.

Musk „færir mest sannfærandi rök sem ég held þú munir heyra fyrir Trump, og ég er sammála honum í hverju skrefi,“ ritaði Rogan á samfélagsmiðlum. 

„Svo það sé á hreinu, já, þetta er stuðningsyfirlýsing fyrir Trump.“

Trump brást hratt við og fagnaði stuðningnum á kosningafundi sínum í Pennsylvaníu.

„Hann er ekki manneskja sem lýsir yfir stuðningi við forsetaframbjóðendur, en hann gerði það. Svo ég vil þakka Joe Rogan. Þetta er frábært,“ sagði Trump.

Harris vildi koma í hlaðvarpið

Í október kom út þriggja klukkustunda langur viðtalsþáttur við Trump sjálfan. 

Teymi Harris er sagt hafa átt í viðræðum við Rogan á síðustu vikum um að koma í hlaðvarpið en ekkert varð af því.

Tugir milljóna manna hlusta á Rogan og er stór hópur þeirra ungir karlmenn.

Kannanir benda til þess að Trump sé með mikinn stuðning meðal ungra karlmanna en aftur á móti eru þeir ekki jafn líklegir og aðrir hópar til þess að mæta á kjörstað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka