Ríkisstjórn Scholz sprungin

Olaf Scholz Þýskalandskanslari.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari. AFP/Tobias Schwarz

Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar í Þýskalandi (FDP) hafa slitið stjórn­ar­sam­starf­inu eft­ir að Olaf Scholz Þýska­landskansl­ari rak Christian Lindner fjár­málaráðherra úr embætti í dag en hann taldi að ekki væri leng­ur traust á milli þeirra og væri því ómögu­legt að vinna sam­an. 

Rík­is­stjórn Scholz hef­ur staðið tæpt síðustu mánuði en hún sam­an­stend­ur af þrem­ur flokk­um: Sósí­al­demó­kröt­um, Græn­ingj­um og FDP. Síðustu mánuði hafa þau tek­ist á um efna­hags­mál lands­ins. 

Lindner var einn af fimm ráðherr­um FDP en hinir fjór­ir ráðherr­ar flokks­ins ætla að af­henda af­sagn­ir sín­ar á næstu dög­um.

Þingið greiði at­kvæði um hvort kosn­ing­um skuli flýtt

Scholz sagði í kvöld að hann ætlaði að óska eft­ir að þingið greiði at­kvæði um traust til hans. 

Þannig geti þingið ákveðið hvort gengið verði fyrr til kosn­inga. Verði van­traust­stil­laga samþykkt verður hægt að halda kosn­ing­arn­ar í lok mars. 

Það er því ljóst að Þjóðverj­ar kunni að ganga til kosn­inga á næstu mánuðum en kosn­ing­arn­ar áttu að fara fram 28. sept­em­ber á næsta ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert