Víðtækari heimild til notkunar kjarnorkuvopna

Pútín í Kreml í gær.
Pútín í Kreml í gær. AFP/Vyacheslav Prokofyev

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur und­ir­ritað til­skip­un sem fel­ur í sér víðtæk­ari heim­ild Rússa til að nota kjarn­orku­vopn. Litið er á þetta sem skýr skila­boð til Vest­ur­landa og Úkraínu.

Til­kynnt var um þetta þegar 1.000 dag­ar eru í dag liðnir síðan Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Einnig er stutt síðan Banda­ríkja­menn gáfu Úkraínu­mönn­um leyfi til að nota lang­dræg­ar eld­flaug­ar á rúss­neskri grundu.

Í nýju til­skip­un­inni kem­ur fram að Rúss­ar muni íhuga að nota kjarn­orku­vopn gegn ríki sem ekki á sjálft slík vopn ef það styður kjarn­orku­ríki.

„Litið er á ógn af hálfu rík­is sem á ekki kjarn­orku­vopn með þátt­töku kjarn­orku­rík­is sem sam­eig­in­lega árás,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kreml­ar.

„Það var nauðsyn­legt að færa okk­ar prinsipp í takt við nú­ver­andi stöðu mála,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert