Erdogan fagnar handtökuskipuninni

Erdogan á ekki í góðu sambandi við stjórnvöld í Ísrael.
Erdogan á ekki í góðu sambandi við stjórnvöld í Ísrael. AFP/Ozan Kose

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, fagn­ar hand­töku­skip­un Alþjóðaglæpa­dóm­stól­sins í Haag á hend­ur Benja­míns Net­anja­hús, for­seta Ísra­els.

„Við styðjum hand­töku­skip­un­ina. Við telj­um mik­il­vægt að all­ar aðild­arþjóðir fylgi þess­ari hug­rökku ákvörðun til að end­ur­nýja traust mann­kyns­ins á alþjóðakerf­inu,“ sagði Er­dog­an í ræðu í Ist­an­búl.

Dóm­ar­ar við dóm­stól­inn hafa gefið út hand­töku­skip­un á hend­ur Net­anja­hú, Yoav Gall­ant, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Ísra­els, og Mohammed Deif, ein­um af yf­ir­mönn­um Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna.

Net­anja­hú sak­ar dóm­stól­inn um gyðinga­hat­ur

Net­anja­hú hef­ur sakað dóm­stól­inn um gyðinga­hat­ur og hand­töku­skip­un­in hef­ur verið for­dæmd harðlega af Joe Biden Banda­ríkja­for­seta. Er­dog­an hef­ur ít­rekað gagn­rýnt Ísra­els­ríki.

„Það er mjög brýnt að vest­ræn ríki, sem hafa um ára­bil kennt heim­in­um lex­íu um lög, rétt­læti og mann­rétt­indi, standi við lof­orð sín á þessu stigi,“ bætti Er­dog­an við, en land hans er ekki aðili að dóm­stóln­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert