Skutu 250 eldflaugum á Ísrael

Frá borginni Petah Tikva, sem er rétt utan Tel Avív, …
Frá borginni Petah Tikva, sem er rétt utan Tel Avív, eftir loftárásina í dag. AFP

His­bollah-sam­tök­in skutu 250 eld­flaug­um á Ísra­el í dag sem meðal ann­ars beind­ust að Tel Avív og suður­hluta lands­ins.

Sam­tök­in hafa tjáð sig um árás­ina þar sem upp­lýst var að not­ast var við dróna­sveit og að henni hafi m.a. verið beint að hernaðarleg­um skot­mörk­um eins og t.a.m. flota­stöð Ísra­elska hers­ins sem er staðsett í borg­inni Ashdod.

Að sögn ísra­elska hers­ins ómuðu sír­en­ur víðs veg­ar í land­inu, þar á meðal í út­hverf­um Tel Avív, í dag.

Þá náði her­inn að skjóta niður ein­hverj­ar eld­flaug­anna áður en þær lentu á skot­mörk­um.

Að sögn heil­brigðis­stofn­anna særðust að minnsta kosti 11 manns í Ísra­el í dag, þar á meðal einn al­var­lega.

His­bollah-sam­tök­in eru staðsett í Líb­anon og hafa nú marg­ar loft­árás­ir verið gerðar á milli land­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert