Hamas reiðubúið að semja um vopnahlé

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Ham­as-sam­tök­in eru reiðubú­in að semja um vopna­hlé á Gasa­svæðinu að sögn hátt­setts emb­ætt­is­manns hryðju­verka­sam­tak­anna. Hann fagn­ar vopna­hléi Ísra­els og His­bollah-sam­tak­anna í Líb­anon sem tók gildi síðastliðna nótt.

„Við höf­um til­kynnt sátta­semj­ara í Egyptalandi, Kat­ar og Tyrklandi að Ham­as sé til­búið að semja um vopna­hlé og samn­ing um að skipt­ast á föng­um,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn við AFP-frétta­veit­una. Hann sak­ar hins veg­ar Ísra­ela um að koma í veg fyr­ir samn­ing.

Í yf­ir­lýs­ingu Ham­as-sam­tak­anna seg­ir að samn­ing­ur Ísra­els­manna og His­bollah marki mik­il­væg­an áfanga í því að brjóta niður blekk­ing­ar Benja­míns Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, um að end­ur­móta Miðaust­ur­lönd með valdi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert