Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsótti stríðshrjáða Úkraínu óvænt í morgun. Þar ítrekaði hann stuðning Þjóðverja við heimamenn í baráttu þeirra við Rússland.
Scholz lofaði því að Úkraínumenn fengju hernaðaraðstoð upp á 650 milljónir evra, eða tæpa 100 milljarða króna, fyrir lok þessa árs.
„Ég ferðaðist til Kænugarðs í nótt með lest í gegnum land sem hefur varist árásum Rússa í yfir 1.000 daga,“ sagði Scholz á X.
Hann bætti við í yfirlýsingu að „Úkraína hefur varið sig eins og hetjur gegn miskunnarlausu stríði Rússa“.
Lýsti hann jafnframt yfir samstöðu Þjóðverja með Úkraínu.