Lögregluyfirvöld í borginni Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum hafa nafngreint nemandann sem særði sex manns og skaut samnemanda sinn og kennara til bana í skólanum Abundant Life School í gær.
Nemandinn hét Natalie Rupnow, kölluð Samantha, og var 15 ára gömul. Yfirvöld segja að hún hafi verið í skólanum áður en hún hóf skothríð og fannst látin á vettvangi. Tveir létust í skotárásinni en sex nemendur særðust og þar af hlutu tveir lífshættulega áverka. Tveir eru í stöðugu ástandi og tveir hafa útskrifaðir af sjúkrahúsi.
Í dag er sorgardagur, ekki aðeins fyrir Madison, fyrir allt landið okkar. Við verðum að gera betur í okkar samfélagi,“ segir Shon Barnes, lögreglustjóri í Madison, í yfirlýsingu.
Barnes sagði að nemandi í öðrum bekk hafi hringt í neyðarþjónustu til að tilkynna um skotárásina skömmu fyrir klukkan 11:00 að staðartíma.
Að sögn Barns fannst skammbyssa á vettvangi og bætti við að fjölskylda hins grunaða væri í samstarfi við lögreglurannsóknina. Ekkert liggur enn fyrir hvað Rupnow gekk til með árásinni en eitt vitni sem staðbundnir fjölmiðlar ræddu við sagðist hafa heyrt tvö skot í árásinni.
Að minnsta kosti 16.012 manns hafa verið drepnir í skotvopnaofbeldi í Bandaríkjunum á þessu ári samkvæmt Gun Violence Archive.