Starmer svaraði Musk á heitum blaðamannafundi

Starmer hélt blaðamannafund um heilbrigðiskerfið í morgun en flestar spurningar …
Starmer hélt blaðamannafund um heilbrigðiskerfið í morgun en flestar spurningar snérust um ummæli Musks á samfélagsmiðlum. AFP/Leon Neal

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, gagn­rýn­ir fólk harðlega fyr­ir að „dreifa lyg­um“ um gengi í Bretlandi sem mis­notuðu börn kyn­ferðis­lega. Hann seg­ir ekki þörf á op­in­berri rann­sókn á um­fangs­mikl­um kyn­ferðis­brot­um gegn börn­um sem áttu sér stað í Norður-Englandi þegar hann var rík­is­sak­sókn­ari.

For­sæt­is­ráðherr­ann sagði á blaðamanna­fundi í morg­un: „Þeir sem dreifa lyg­um og röng­um upp­lýs­ing­um eins víða og hægt er, þeir hafa ekki áhuga á fórn­ar­lömb­un­um, þeir hafa áhuga á sjálf­um sér.“

Heit umræða hef­ur blossað upp í Bretlandi og ekki síst fyr­ir til­stuðlan Elons Musk. Hann hef­ur kallað eft­ir því að rík­is­stjórn­in láti fram­kvæma op­in­bera rann­sókn á mis­notk­un gengja á bresk­um stúlk­um ára­tug­um sam­an í Norður-Englandi til árs­ins 2013.

„Mála­skrá mín er opin“

Leiðtog­ar Íhalds­flokks­ins og End­ur­bóta­flokks­ins hafa einnig kallað eft­ir op­in­berri rann­sókn á skandaln­um en þeir halda því fram að Star­mer og lög­reglu­yf­ir­völd hafi brugðist stúlk­um með því að bregðast ekki við af hörku vegna þess að gerend­ur voru marg­ir af pakistönsk­um upp­runa.

Elon Musk hef­ur vegið hart að Star­mer á X und­an­farna daga fyr­ir hans hlut sem rík­is­sak­sókn­ara. Fyr­ir skömmu skrifaði Musk á Twitter að Star­mer væri sam­sek­ur í fjöldanauðgun­um til að tryggja sér at­kvæði.

„Mála­skrá mín er opin. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að vera rík­is­sak­sókn­ari. Hvert ein­asta mál sem ég ákærði í fór fyr­ir dóm­stóla og var skoðað af dóm­ara,“ sagði Star­mer.

Hann sagði mik­il­vægt að beitt og op­in­ská umræða ætti sér stað í stjórn­mál­um en að hún yrði að vera byggð á staðreynd­um en ekki lyg­um.

Hafnaði beiðni borg­ar­ráðs Old­ham

Borg­ar­ráðið í Old­ham sendi rík­is­stjórn Star­mers beiðni í fyrra um að op­in­ber rann­sókn yrði gerð á kyn­ferðis­brot­un­um sem áttu sér stað ára­tug­um sam­an allt til árs­ins 2013 en Jesse Phillips, ráðherra í rík­is­stjórn Star­mers, hafnaði beiðninni.

Elon Musk sagði að Phillips ætti skilið að fara í fang­elsi fyr­ir að neita því að láta fram­kvæma op­in­bera rann­sókn.

„Jess Phillips þarf ekki á mér eða öðrum að halda til að tala fyr­ir sína hönd, en þegar eit­ur öfga-hægrimanna leiðir til al­var­legra hót­ana við Jess Phillips og aðra, þá er í minni bók farið yfir strikið,“ sagði Star­mer um um­mæli Musks.

Fjölda stúlkna nauðgað

Stúlk­ur allt niður í 11 ára gaml­ar voru tæld­ar og þeim nauðgað í fjölda bæja í Englandi, þar á meðal Old­ham, Rochdale, Rot­her­ham og Tel­ford, fyr­ir rúm­um ára­tug. Hneykslið var af­hjúpað árið 2013.

Árið eft­ir birt­ist skýrsla pró­fess­ors­ins Al­ex­is Jay þar sem fram kom hve um­fangs­mik­il mis­notk­un­in var í Rot­her­ham á ár­un­um 1997 til 2013, þar sem um 1.400 stúlk­ur voru mis­notaðar.

Fram kom að lög­regla og fé­lagsþjón­usta hefðu ekki gripið inn í.

Tel­egraph
Sky News

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka