„Lifði eins og kóngur“ á meðan milljónir þjáðust og dóu

Húsið sem Höss bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Þar var …
Húsið sem Höss bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Þar var meðal annars að finna sundlaug, stóran garð og sánu. AFP

Grátt þriggja hæða hús sem stóð við gas­klef­ana í Auschwitz-út­rým­ing­ar­búðum nas­ista í Póllandi hef­ur verið opnað al­menn­ingi í fyrsta sinn í 80 ár. Í hús­inu bjó æðsti stjórn­andi búðanna. Ætl­un­in er að húsið verði miðstöð alþjóðlegr­ar bar­áttu gegn gyðinga­h­atri og öfga­hyggju.

Skipu­leggj­end­ur verk­efn­is­ins sýndu fjöl­miðlafólki húsið, sem tengd­ist búðunum í gegn­um neðanj­arðargöng, en í dag eru 80 ár frá frels­un Auschwitz.

„Þetta er hús versta öfga­manns í sög­unni,“ sagði Mark Wallace við frétta­menn. Wallace er fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum og stofn­andi Coun­ter Extrem­ism Proj­ect.

Í hús­inu bjó Rud­olf Höss ásamt eig­in­konu sinni og fimm börn­um, en Höss var þýsk­ur for­ingi í SS-sveit­um nas­ista og yf­ir­maður í Auschwitz-út­rým­ing­ar­búðunum á ár­un­um 1940 til 1943. Húsið, sem hef­ur verið í einka­eigu, stend­ur við svo­nefnd­an Auschwitz-vegg.

Hermannaskálarnir sjást út um glugga á vinnustofu Höss.
Her­manna­skál­arn­ir sjást út um glugga á vinnu­stofu Höss. AFP

Helgiskrín með bæna­texta

Búið er að tæma öll her­berg­in og við aðal­inn­gang húss­ins er nú aðeins að finna helgiskrín, svo­nefnt mezuzah, þar sem er að finna bæna­texta.

Eft­ir að skip­leggj­end­ur verk­efn­is­ins eignuðust húsið þá fundu þeir ým­is­legt frá fyrri tíð, m.a. SS-bolla, dag­blöð og skóáb­urð fyr­ir stíg­vél. Þá fannst fangafatnaður, eða rétt­ara sagt merkt­ar bux­ur gyðings sem var póli­tísk­ur fangi. Bux­urn­ar höfðu verið nýtt­ar til að loka gati í þaki húss­ins.

Tek­inn af lífi í Auschwitz

Kvik­mynd­in The Zone of In­t­erest, sem vann til Óskar­sverðlauna í fyrra, var að hluta tek­in upp í hús­inu sem var byggt árið 1937 en mynd­in fjall­ar um Höss og fjöl­skyldu hans. Þar var eitt sinn að finna stór­an garð, sund­laug, gróður­hús, sánu og hest­hús.

Höss hóf að reisa Auschwitz-búðirn­ar árið 1940 þegar fyrstu pólsku fang­arn­ir komu. Eft­ir stríðslok var hann hand­samaður og hann gaf skýrslu við Nürn­berg-rétt­ar­höld­in. Hann var síðan tek­inn af lífi árið 1947, en hann var hengd­ur í Auschwitz.

Auschwitz-búðirn­ar voru stærstu út­rým­ing­ar­búðir nas­ista og eru fyr­ir löngu orðnar tákn­mynd helfar­ar­inn­ar gegn gyðing­um, en alls voru um sex millj­ón­ir gyðinga myrt­ar. Á milli ár­anna 1940 og 1945 lést ein millj­ón gyðinga í Auschwitz. Um 100.000 ein­stak­ling­ar til viðbót­ar, sem voru ekki gyðing­ar, voru einnig tekn­ir af lífi í búðunum.

Her­mann­skál­arn­ir sjást glögg­lega frá vinnu­stofu Höss á ann­arri hæð húss­ins og frá svefn­her­bergj­um barn­anna á þriðju hæð.

Ein milljón gyðinga lét lífið í Auschwitz-búðunum á milli 1940 …
Ein millj­ón gyðinga lét lífið í Auschwitz-búðunum á milli 1940 og 1945. AFP

Meist­ari lífs og dauða

„Hann var ekki aðeins meist­ari lífs og dauða þarna, hann lifði eins og kóng­ur,“ seg­ir Hans-Jakob Schindler, einn stjórn­enda Coun­ter Extrem­ism Proj­ect.

Sum­ir ótt­ast að verk­efnið ýti und­ir áhuga fólks á Höss. Breski sagn­fræðing­ur­inn Simon Schama, sem er gyðing­ur, seg­ir verk­efnið vera ógeðfellt.

„Þetta mun fjalla um kvik­mynd­ina og hvernig glæpa­maður­inn lifði „venju­legu“ lífi og gera ekk­ert til að segja fólki frá þeirri raun sem gyðing­arn­ir máttu þola,“ sagði hann.

Mark­miðið er að breyta hús­inu í rann­sókn­ar- og kennslumiðstöð á kom­andi mánuðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert