Vance hvatti Evrópu til að breyta um kúrs

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ávarp á ráðstefnunni.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ávarp á ráðstefnunni. AFP

J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hvatti í dag Evr­ópu­ríki til að breyta um stefnu í mál­efn­um inn­flytj­enda. Vance flutti í dag ávarp á ör­ygg­is­ráðstefnu sem fer fram í þýsku borg­inni München. 

Í gær var af­gansk­ur karl­maður hand­tek­inn fyr­ir að hafa ekið bif­reið á hóp fólks með þeim af­leiðing­um að 30 særðust. Ökumaður­inn er 24 ára gam­all hæl­is­leit­andi.

„Hversu oft þurf­um við að þola svona hræðileg áföll áður en við breyt­um um stefnu og fær­um okk­ar sam­eig­in­lega sam­fé­lag á aðra braut,“ sagði Vance í ræðu sinni. 

Lögreglumenn á vettvangi í gær þar sem árásin var gerð.
Lög­reglu­menn á vett­vangi í gær þar sem árás­in var gerð. AFP

Evr­ópu að kenna

Vance sagði að neyðarástand væri að skap­ast í álf­unni sem væri Evr­ópu sjálfri að kenna.

„Ef þið hræðist eig­in þegna þá er ekk­ert sem Banda­rík­in geta gert fyr­ir ykk­ur,“ sagði vara­for­set­inn.

„Þið hljótið ekki lýðræðis­legt umboð með því að þagga niður í and­stæðing­um eða fang­elsa þá.“

Þá sagði Vance að ekk­ert mál væri meira áríðandi en að taka á flótta­manna­vand­an­um.

Hann sagði að straum­ur flótta­fólks og hæl­is­leit­enda hefði aldrei verið meiri í nokkr­um ríkj­um. Þetta væri af­leiðing meðvitaðra ákv­arðana sem stjórn­mála­fólk vítt og breitt í Evr­ópu, og um all­an heim, hefði tekið und­an­far­inn ára­tug.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nýi fógetinn í bænum að …
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, er nýi fóget­inn í bæn­um að sögn Vance. AFP

Nýr fógeti mætt­ur

Hann vék orðum sín­um einnig að Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, þegar hann sagði: „Bær­inn hef­ur eign­ast nýj­an fógeta.“

Vance sagði að þrátt fyr­ir að Banda­rík­in væru ósam­mála af­stöðu Þjóðverja þá myndu Banda­rík­in „berj­ast fyr­ir rétti ykk­ar til að setja hana fram.“

Hann bætti við að hann ætti von á því að leiðtog­arn­ir myndu fara yfir fjár­fram­lög til varn­ar­mála. Banda­rík­in væru á þeirri skoðun að Evr­ópu­ríki yrðu að leika stærra hlut­verk í álf­unni til framtíðar litið.

Fjölmenni var samankomið til að hlýða á ræðu Vance.
Fjöl­menni var sam­an­komið til að hlýða á ræðu Vance. AFP

Grund­vall­ar­gildi á und­an­haldi

Vance bætti síðan við að það væri sí­fellt óskýr­ara hverju Evr­ópa væri í raun að verj­ast gegn.

„Ég trúi því ein­læg­lega að það verði ekk­ert ör­yggi ef þið ótt­ist radd­ir og skoðanir sem stjórna ykk­ar eig­in fólki.“

Vance gaf einnig í skyn að grund­vall­ar­gildi í Evr­ópu séu á und­an­haldi. Hann sagði að það væri óljóst hvað hefði komið fyr­ir þá sem stóðu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar eft­ir kalda stríðið. Hann nefndi ýmis dæmi eins og t.d. Brus­sel, þar sem fram­kvæmda­stjórn ESB er með höfuðstöðvar, sem hefði lokað fyr­ir sam­fé­lags­miðla þegar óeirðir brut­ust þar út.

„Ég ótt­ast að víða í Bretlandi og í Evr­ópu sé tján­ing­ar­frelsið á und­an­haldi,“ sagði hann.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert