Macron heldur neyðarfund í París

Macron hefur boðað evrópska ráðamenn til fundar.
Macron hefur boðað evrópska ráðamenn til fundar. AFP/Julien de Rosa

Evr­ópsk­ir þjóðarleiðtog­ar munu koma sam­an til neyðar­fund­ar í næstu viku. Umræðuefnið er ákvörðun Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta að taka yfir friðarviðræðum milli Úkraínu og Rúss­lands. 

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Trump og Vla­dimír Pút­in Rúss­lands­for­seti munu lík­lega hitt­ast á fundi í Sádi-Ar­ab­íu á næstu vik­um þar sem þeir munu ræða um að binda endi á stríð Rúss­lands og Úkraínu. Ráðamenn í Banda­ríkj­un­um hafa sagt að leitað verði til leiðtoga í Evr­ópu en að þeir muni ekki taka þátt í viðræðunum. 

Radoslaw Si­korski, ut­an­rík­is­ráðherra Pól­lands, seg­ir að Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hafi boðað til leiðtog­ana sam­an og að fund­ur­inn fari fram í Par­ís. The Guar­di­an grein­ir frá því að lík­legt sé að fund­ur­inn verði hald­inn á morg­un. 

Skrif­stofa for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hef­ur staðfest að Sir Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra muni sækja fund­inn. Síðar í vik­unni mun Star­mer eiga fund með Trump í Washingt­on. 

Heim­ild­ar­menn Guar­di­an greina frá því að lík­legt sé að Macron hafi boðið fram­kvæmda­stjóra NATO og leiðtog­um Þýska­lands, Ítal­íu, Bret­lands og Pól­lands á fund­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka