Tilbúinn að senda hermenn til Úkraínu

Keir Starmer ritar grein í dagblaðið Telegraph í kvöld.
Keir Starmer ritar grein í dagblaðið Telegraph í kvöld. AFP

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur lýst því yfir að hann sé til­bú­inn að senda breska her­menn til Úkraínu til að fylgja eft­ir hvers kon­ar sam­komu­lagi um frið.

Hann grein­ir frá þessu í sér­stakri grein sem hann rit­ar í dag­blaðið Tel­egraph og birt­ist þar nú í kvöld.

Tek­ur Star­mer fram að hann hafi ekki tekið þá ákvörðun af léttúð, að mögu­lega stefna lífi og lim­um breskra her­manna í hættu.

Þetta er í fyrsta skipti sem Star­mer hef­ur sagt það ber­um orðum að slík ráðstöf­un sé til skoðunar. 

Varp­ar hann þessu fram kvöldið fyr­ir fund val­inna leiðtoga Evr­ópu í Par­ís á morg­un, mánu­dag.

Frek­ari þrýst­ing­ur á önn­ur ríki

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti boðaði til fund­ar­ins eft­ir að ljóst varð að leiðtog­um Evr­ópu­ríkja yrði ekki boðið til viðræðna Banda­ríkja­manna og Rússa um frið eft­ir inn­rás­ar­stríð þeirr­ar síðar­nefndu í Úkraínu.

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps hef­ur enn frem­ur gefið það til kynna að dregið verði úr stuðningi við ör­yggi Evr­ópu­ríkja.

Bú­ist er við að þetta út­spil Star­mers setji frek­ari þrýst­ing á önn­ur ríki álf­unn­ar, ekki síst Þýska­land, um að styðja op­in­ber­lega hug­mynd­ir um evr­ópskt friðargæslulið í Úkraínu.

Í grein sinni seg­ir Star­mer jafn­framt að Bret­land geti leikið ein­stakt hlut­verk til að brúa Evr­ópu og Banda­rík­in þegar kem­ur að friði í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert