Lavrov: Þátttaka Evrópu tilgangslaus

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, seg­ist ekki sjá neinn til­gang í því að evr­ópsk­ir ráðamenn taki þátt í viðræðum um mögu­legt vopna­hlé í Úkraínu. Lavr­ov sak­ar evr­ópska leiðtoga um að vilja halda áfram stríðsrekstr­in­um í Úkraínu.

„Ég veit ekki hvað þeir eiga að gera við samn­inga­borðið [...] ef þeir ætla að sitja við borðið í því augnamiði að halda stríðinu áfram, hvers vegna ætt­um við að bjóða þeim?“ sagði Lavr­ov á blaðamanna­fundi í Moskvu í dag.

Rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu sam­kvæmt fyr­ir­skip­un for­set­ans Vla­dimírs Pútíns í fe­brú­ar fyr­ir þrem­ur árum. 

Banda­rísk­ir og rúss­nesk­ir emb­ætt­is­menn munu hitt­ast í Sádi-Ar­ab­íu í dag til að ræða bætt sam­skipti þjóðanna, mögu­legt vopna­hlé í Úkraínu og mögu­leg­an leiðtoga­fund þeirra Pútíns Rúss­lands­for­seta og Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Sádi-Arabíu á morgun.
Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti er vænt­an­leg­ur til Sádi-Ar­ab­íu á morg­un. AFP

Selenskí heim­sæk­ir Sádi-Ar­ab­íu á morg­un

Sergí Niki­forov, talsmaður Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta, seg­ir að Selenskí muni sækja Sádi-Ar­ab­íu heim á morg­un.

Talsmaður­inn seg­ir að um op­in­bera heim­sókn sé að ræða sem hafi verið skipu­lögð með löng­um fyr­ir­vara.

Selenskí greindi frá ferðinni í liðinni viku án þess að gefa upp dag­setn­ingu. Þá sagðist hann ekki ætla að funda með rúss­nesk­um og banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert