Scholz: Evrópa og Bandaríkin verða að vinna saman

Scholz ræddi við blaðamenn að fundi loknum.
Scholz ræddi við blaðamenn að fundi loknum. AFP/Behrouz Mehri

Þýska­landskansl­ari Olaf Scholz seg­ir Evr­ópu og Banda­rík­in ávallt verða að vinna sam­an að ör­ygg­is­mál­um. 

Þetta kom fram í máli kansl­ar­ans eft­ir neyðar­fund evr­ópskra þjóðleiðtoga sem Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti boðaði í gær.

Umræðuefni fund­ar­ins var ákvörðun Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta að taka yfir friðarviðræður milli Úkraínu og Rúss­lands. 

Scholz svaraði spurn­ing­um blaðamanna að fundi lokn­um.  

Ekki tíma­bært að ræða evr­ópsk­an her

„Það má ekki vera neinn ágrein­ing­ur um ör­yggi og ábyrgð á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Atlants­hafs­banda­lagið bygg­ir á því að við vinn­um alltaf sam­an og deil­um áhætt­unni og þannig tryggj­um við ör­yggi okk­ar,“ seg­ir Scholz. 

Spurður hvernig hon­um lít­ist á evr­ópsk­an her, líkt og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur kallað eft­ir, sagði Scholz að ótíma­bært væri að ræða slík­ar hug­mynd­ir og að þær væru mjög „óviðeig­andi“ á þessu stigi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert