Dregur heimildarmynd um Grænland til baka

Auglýsing fyrir heimildarmyndina.
Auglýsing fyrir heimildarmyndina.

Danska rík­is­sjón­varpið, DR, hef­ur dregið um­deilda heim­ild­ar­mynd um kríó­lít­vinnslu í Græn­landi til baka og rekið rit­stjóra sem var ábyrg­ur fyr­ir því að mynd­in var sýnd. 

Heim­ild­ar­mynd­in, sem sýnd var í janú­ar, bar yf­ir­skrift­ina Grøn­lands hvi­de guld og þar var full­yrt að Dan­ir hefðu á ár­un­um 1854 til 1987 selt græn­lenskt kríó­lít úr námu í Ivittu­ut  og vör­ur unn­ar úr því fyr­ir 400 millj­arða danskra króna, jafn­v­irði 8 þúsund millj­arða ís­lenskra króna á nú­v­irði.

En sér­fræðing­ar hafa dregið þessa tölu í efa og fram hef­ur komið að höf­und­ar mynd­ar­inn­ar hefðu verið varaðir við að nota hana. Sögðu sér­fræðing­arn­ir, að í mynd­inni sé gefið rang­lega til kynna að Dan­ir hafi grætt 400 millj­arða á kríó­lít­inu. 

Mynd­in hef­ur verið til umræðu í kosn­inga­bar­áttu fyr­ir vænt­an­leg­ar  þing­kosn­ing­ar í Græn­landi  þar sem helsta kosn­inga­málið er aukið sjálf­stæði Græn­lands.

Kríó­lít er einkum notað við álfram­leiðslu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert